Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Page 50

Morgunn - 01.06.1995, Page 50
MORGUNN Hún hikaði aðeins og leit á mig. „Hefurðu heyrt minnst á handritið sem fannst hér í Perú?“ ,Já, það hef ég,“ sagði ég. „Ég hef heyrt um fyrstu tvær innsýnimar.“ Ég vildi segja henni hve hrifinn ég var af ritinu en hélt aftur af mér og velti fyrir mér hvort ég gæti alveg treyst henni. ,JÉg hélt að svo væri í pottinn búið,“ sagði hún. „Mér fannst eins og orkan héma hefði áhrif á þig.“ Við vomm að ganga yfir trébrú sem lá yfir lækinn. „Hvaða orka?“ spurði ég. Hún nam staðar og hallaði sér upp að handriði brúarinnar. „Veistu eitthvað um þriðju innsýnina?“ „Ekkert.“ ,diún býr yfir nýjum skilningi á efnisheiminum. Hún segir okkur að við mennimir munum læra að skynja orku sem var okkur áður ósýnileg. Gistiheimilið er miðstöð fyrir þá vísindamenn sem áhuga hafa á að rannsaka og tala um þetta fyrirbæri.“ „Halda vísindamennimir að þessi orka sé til?“ spurði ég. Hún sneri sér og hélt áfram yfrr brúna. „Bara fáeinir og við mætum mikilli andstöðu.“ , J>ú ert þá vísindamaður?“ „Ég kenni eðlisfræði í litlum háskóla í Maine.“ „Hvers vegna em sumir vísindamenn ósammála ykkur?“ Hún var hljóð um stund, eins og hugsi. „Þú verður að skilja sögu vísindanna,“ sagði hún og leit á mig eins og hún væri að spyrja hvort ég vildi fara dýpra í þetta mál. Ég gaf henni bendingu um að halda áfram. „Hugsaðu aðeins um aðra innsýnina. Eftir að heimsmynd miðaldanna hmndi varð okkur í Vesturheimi skyndilega Ijóst að við bjuggum í gjörsamlega ókunnum alheimi. í tilraun okkar til að skilja eðli þessa alheims vissum við að við urðum einhvem veginn að greina á milli staðreynda og bábilja. í þeim tilgangi tókum við vísindamennimir upp sérstakt viðhorf sem fól í sér efa- semdir um réttmæti vísindanna og kröfðumst haldgóðra sannana um allar nýjar fullyrðingar sem vörðuðu gang heimsins. Aður en 48

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.