Morgunn - 01.06.1998, Page 14
Fyribœri ú Jjöllum
Um nóttina gistum við í sæluhúsinu, sem er elsta hús
Ferðafélags íslands, byggt árið 1930. Er ekki að orðlengja
það að öll sváfum við vel af nóttina og urðum einskis vör
í það skiptið. Næst þegar ég kom í Hvítárnes, svaf ég í
tjaldi skammt frá sæluhúsinu og ég verð að játa að nú fór
á annan veg. Við vorum tveir tjaldfélagar og brá hinn sér
i gönguferð meðan ég hugðist skrifa helstu viðburði dags-
ins í dagbókarkompu þegar á niig seig einhvers konar
svefnhöfgi. Líklega hef ég verið búinn að sofa eitthvað lít-
ilsháttar, þegar ég losa svefninn, svo að ég veit af mér í
tjaldinu. Þykist ég þá heyra að fjöldi hesta þeysir að úr
suðri svo glymur í járnum undan hófum þeirra á grýttri
götunni. Eg þekki þessi hljóð svo vel að ekki er um að
villast, að hér er hópur hestamanna á ferð og ríður greitt.
Ég hlusta á taktfastan gang hrossanna og hófaskelli þegar
hópurinn nálgast og hlýtur að fara rétt framhjá tjaldinu þar
sem ég ligg. Ég er jafnvel smeykur um að vera í hættu
staddur, en hef þó enga dáð til að rísa á fætur og forða
mér. Svo dettur allt í dúnalogn. Það er eins og hrossin hafi
skyndilega numið staðar. Ekkert hljóð. Ekkert glamur í
skeifu, beisli eða frís í hesti. Þvi síður mannamál. Hvað
var þetta? Líklega martröð. Ég rís í skyndi á fætur og fer
út. Þar er ekki annað að sjá en nokkur tjöld og ljós í
glugga sæluhússins meðan kvöldhúmið sígur á Karlsdrátt
og Hvítárvatn.
Ég hrissti af mér slenið og fer inn í tjaldið aftur og lýk
við að skrifa í dagbókina við birtu vasaljóssins. Að því
búnu skríð ég í svefnpokann. En viti menn? Draumurinn
endurtekur sig að öðru leyti en því, að nú ljarlægist hófa-
dynurinn í norðurátt og lætur í eyrum eins og trumbuslátt-
ur, uns hann dvínar út smám saman í ijarska, þegar ég
12 MORGUNN