Morgunn - 01.06.1998, Side 16
Fyribæri á fjöllum
með öllu að vera einn og fékk ungling með sér til skemmt-
unar. Hann hafði á orði að reimleiki væri í húsinu. En gef-
um nú Eyþór orðið:
„Daginn eftir að samferðafólkið fór, tókum við til
starfa. Fyrst löguðum við til í húsvarðarskúrnum er stóð
litið eitt frá sæluhúsinu. í vesturenda hans var afþiljuð
kompa og í henni geymt ýmislegt, svo sem skóflur, járn-
karl, smurolía, málning og fleira þess háttar. Þar átti ég
líka matvæli og þ.á.m. tvo bjórkassa. Þegar við höfðum
komið okkur þarna fyrir tókum við til í sæluhúsinu, bár-
um út dýnur og viðruðum, þvoðum gólf og þrifum elda-
vél, svo að sem vistlegast yrði fyrir gesti, er að garði bæri.
Við undum okkur hið besta. Þarna var mjög kyrrlátt og
útsýni hið fegursta: Hvítárvatnið dásamlegt yfir að sjá frá
sæluhúsinu, Bláfell í suðri, Jarlhettur og Skriðufell í
vestri, en Langjökull og Hrútfell til norðurs. í austri gnæfa
Kerlingarljöll og Hofsjökull.
Allt setti þetta undurfagran og heillandi svip á umhverf-
ið. Tjarná rennur silfurtær skammt fyrir neðan sæluhúsið.
Aðalgróðurlendið er Hvitárnes, votlent flatlendi, en bakk-
ar þurrir með ánni.
Nú fóru bílar að koma frá Reykjavík, einn til tveir á dag,
sumir frá Ferðafélaginu, en einnig margir einkabílar.
Svo liðu dagar að enginn kom. Fólkið, sem gisti í sælu-
húsinu, gekk prýðilega frá öllu, þegar það fór. Sumir
dvöldust 2-4 daga en aðrir aðeins nóttina. Flestir fóru
einnig til Kerlingarfjalla og Hveravalla, komu svo við á
heimleiðinni og fengu bensín. Margt af þessu fólki kom út
í skúrinn til okkar og spjallaði um daginn og veginn. Kon-
an mín hafði þá löngum heitt á könnunni, og var okkur
mikil ánægja að þessum gestakomum. Þeir, sem dvöldust
3-4 daga, gerðu sér til skemmtunar að róa út á vatnið. Fé-
14 MORGUNN