Morgunn - 01.06.1998, Qupperneq 17
Sœluhúsið í Hvítárnesi
lagið átti tvo báta, sem fólk mátti nota að vild. Sumir fóru
í Karlsdrátt og þótti öllum skemmtilegt að koma þangað.
Fjölskrúðugar blómabreiður og sérkennilega fegurð er þar
að finna.
Svona liðu dagarnir. Fólk kom og fór.
Ég ætla að nefna hér gesti, sem komu alloft. Það voru
næstu nágrannar okkar, tjárverðir, er bjuggu í tjöldum
austan undir Skúta. Mig minnir þeir segðu að þaðan væri
klukkustundarreið í Flvítárnes. Þetta voru prúðir menn og
glaðlyndir. Við buðum þeim að koma við og fá sér kaffi-
sopa, þegar þeir væru að reka frá. Einnig nrinnist ég þeirra
ágætu hjóna, Markúsar ívarssonar og Kristínar konu hans.
Þau dvöldust 4-5 daga í sæluhúsinu ásamt fleira skyldu-
liði. Kristín átti afmæli meðan þau voru þar. Var okkur
boðið í hófið og sátum í dýrlegum fagnaði við kaffi-
drykkju og rommtoddý, til klukkan 11 um kvöldið. Þá
héldum við heinr í húsið okkar, en það var um tveggja
mínútna gangur. En svo fóru þessi virðulegu hjón heim.
Við sáum eftir góðum gestum í hvert sinn, er þeir fóru.
Já, Hvítárnes var rólegt, en þó geta verið þar hamfarir
náttúruafla, er stór stykki springa fram úr jöklinum. Helst
sprengir jökullinn af sér á næturnar. Við vöknuðum oft að
næturlagi við miklar drunur og bresti, en við vissum hvað
um var að vera og vöndumst þessu.
Þegar jökullinn hafði sprengt rnikið af sér að nóttunni,
var gaman að koma út að morgni og sjá stóra, hvíta jaka,
eins og skip, siglandi á vatninu fyrir vindi og straumi. En
allir bárust þeir að lokum, niður að Hvítárósi og hurfu þar.
Það var fleira á vatninu en ísjakar. Þar sáust nokkur
álftahjón, sem virtust una sér hið besta og var okkur oft
ánægja að söng þeirra, sem jók fjölbreytni þessa af-
skekkta staðar.
MORGUNN 15