Morgunn - 01.06.1998, Page 19
Sœluhúsið í Hvítárnesi
hana. En þegar kvölda tók, fórum við til hennar og buð-
um henni að sofa hjá okkur. Hún kvaðst ekki vera myrk-
fælin og ætla að sofa í sæluhúsinu. Okkur þótti þetta leið-
inlegt og þó sérstaklega vegna þess, að hún hafði valið
rúmið, sem reimleikarnir áttu að vera bundnir við. En svo
varð að vera, og buðum við henni góða nótt og fórum sjálf
í háttinn. Morguninn eftir fór ég snemma út að vitja um
stúlkuna, en hún var
þá að lesa í bók, hin
glaðasta. Þótti mér
vænt um að ekkert
hafði orðið að henni.
Astæðan til þessa
kvíða mins var sú,
að við hjónin höfð-
um ekki verið marg-
ar nætur í skúrnum,
er við urðum vör við
mikinn gauragang í
geymslukompunni,
sem fyrr er nefnd.
Þetta byrjaði upp úr
miðnætti á næturnar.
Þá heyrðum við
Greinar-
höfundur og
eiginkona
hans við
Sœluhúsið í
Hvítárnesi.
högg og læti, verkfæri og annað dót fært úr stað, að því er
virtist. Eina nóttina vöknuðum við klukkan hálf tvö og
heyrðum þá verkfæri færð til. Mér duttu i hug bjórkass-
arnir í kompunni og að einhverja kynni að langa í öl. Kon-
an mín var því mótfallin að ég færi út. Ég stökk samt fram
úr, snaraðist í jakka og opnaði dyrnar, sem voru á suður-
hlið, fór vestur fyrir skúrhornið og að dyrunum norðan-
megin. Sá ég þá, að járnsláin og lásinn voru óhreyfð. Opn-
MORGUNN 17