Morgunn - 01.06.1998, Page 22
Fyribœri á fjöllum
loftinu og baka mig í sólskininu, og þá þóttu mér litbrigði
skýjanna ótæmandi fegurðaruppspretta. Smáblóm á
gömlu bæjarrústunum voru mér þá Hka til ununar. En í
stormi og regni varð ég að leita mér skjóls innan veggja,
gagntekinn af þrá eftir samneytinu við menn.
Mér var það mikils vert að ég átti gott með svefn. Loft-
ið þarna er svo hljóðbært að undrum gegndi og þá gátu
brestirnir og drunurnar frá jöklinum auðveldlega raskað
svefni manns, sem ekki átti því auðveldara með að halda
sér í jafnvægi og sofa, þó að eitthvað gengi á.
Ég var laus við alla myrkfælni og ekki hafði ég neinn
beyg af gömlu bæjarrústunum. Ég varð aldrei var við
reimleika, nema einkennilegt þrusk úti á kvöldin eftir að
rökkva tók, og heyrði ég það eins, þó að ég væri að lesa í
Vídalínspostillu. Þetta var líkast því að hross væru að bíta
kringum skúrinn. Stundum kvað svo mjög að þessu, að ég
fór á fætur til að grennslast eftir því, hvort nokkur hross
væru þarna nærri. Ég gat aldrei grafist fyrir um það,
hvernig á þessu stóð og ekki hélt það fyrir mér vöku. Þó
að ég hrykki upp af svefni, sofnaði ég alltaf aftur. En ég
fann til fagnaðar í hvert skipti sem ég sá bifreið koma
öslandi eftir veginum heim að sæluhúsinu.
Síðasta tímann, sem ég dvaldi i sæluhúsinu, tók ég upp
þann hátt að ganga upp að vegamótunum einu sinni á dag
og tvisvar, kvölds og morguns, þegar gott var veður. Þá
settist ég oftast á stein, studdi hönd undir kinn og horfði
norður á Kjöl. Sótti þá alltaf að mér sama sagan, sagan um
för Staðarmanna, er fóru norður Kjöl og urðu þar úti eftir
veturnætur 1780.
Því var líkast sem þetta magnaðist með hverjum degi.
Skömmu áður en ég fór úr Hvitárnesi, gekk ég upp að
vegamótunum að kvöldlagi. Ég settist á stein og horfði
20 MORGUNN