Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 23
Sœtuhúsið í Hvítárnesi
fyrst suður í slakkana báðum megin Bláfells. Vestan Blá-
fellsins liggur vegurinn frá Gullfossi, en austan þess er
vegurinn upp úr Hreppum.
Veður var kyrrt en loft þungbúið og komið undir rökk-
ur. Það sótti á mig undarlegt mók og hugurinn dróst að för
Reynisstaðarbræðra, enn magnþrungnari en nokkru sinni
fyrr. Frá þeirri for er svo sagt, að þeir hafi lagt upp úr
Hreppum, laugardaginn annan i vetri, með 200 fjár og
fimm klyfjahesta, í skuggalegu veðri. Á þá brast stórhríð,
sem ekki rofaði upp dægrum saman í byggð, en þó var
hún lengur á ljöllum. Þeir höfðu kornist norður í Kjal-
hraun og tjaldað þar tveimur tjöldum. Þar lauk sögu
þeirra.
Ég féll allt í einu í leiðslu, þar sem ég sat á köldum
steininum. Utlit veðursins breyttist á augabragði. Enn var
kyrrt að vísu, en biksvartir skýjakúfar, hver öðrum fer-
legri, sátu á Hofsjökli og teygðu úr sér norður yfir Kjal-
hraun. Ég heyrði háa og þunga bresti úr norðurátt. í sömu
svifum varð mér litið á, þar sem fóru fimm menn ríðandi
með klyijahesta og stóran ijárhóp, er þeir ráku á undan
sér, norður eftir með undarlegum hraða, þegjandi og
hljóðalaust.
Ég þóttist vita að þeir hefðu nóttina áður, áð í Ábótaveri
og ætluðu sér, í þessum áfanga norður í Gránunes, og
tjalda þar næstu nótt. Ég sá mennina óglöggt, nema tvo.
Þótti mér það vera Bjarni frá Reynisstað og heljarmennið
Jón Austmann. Þeir riðu að kalla samhliða. Mér þótti
Bjarni vera í grænum fötum, en í dökkri kápu utan yfir,
með dökka húfu með skúf í öðrum vanga. Hann reið fjör-
legum hesti bleikum og bar sig vel í söðlinum. Jón Aust-
mann sat á brúnum hesti, afar stórum og sterklegum. Jón
var fyrirferðarmikill á hestbaki, herðibreiður og saman
MORGUNN 21