Morgunn - 01.06.1998, Page 24
Fyribæri á Jjöllum
rekinn, í mórauðri Qúkúlpu með hettu á höfði. Hann var
alskeggjaður, hörkulegur á brún og þótti mér hann hinn
mikilúðlegasti. Þung þótti mér alvaran úr svip þeirra, og
ekki heyrði ég þá mæla orð frá vörum.
Þeir hurfu norður í biksvartan bakka, er nú lá yfir öllu
Kjalhrauni. Þá heyrði ég brest mikinn í norðurátt og hrökk
upp af svefni, er að mér hafði sigið rétt sem snöggvast.
Veður var óbreytt frá því, er ég hafði sest á steininn. Ég
stóð á fætur og hraðaði mér heim í sæluhúsið."
Um það leyti, sem ég var að yfirfara þennan þátt, hitti
ég tvo kunningja mína, sem báðir eru kunnugir í Hvítár-
nesi. Annar þeirra sagði að í tvö síðustu skiptin, sem hann
gisti í sæluhúsinu þar, hefði hann vaknað, í bæði skiptin
um miðja nótt, við högg, eins og einhver væri að smíða úti
við. Voru þau all há og greinileg í fyrstu, en smá lækkuðu
uns þau loks dóu út, eins og í mikilli ijarlægð. Þótti mann-
inum þetta hálf ónotalegt og gekk illa að sofna aftur.
Sagðist hann helst ekki vilja gista í Hvitárnesi, að óþörfu
eftir þetta.
Hinum manninum fannst vornótt í Hvítárnesi einna
minnisstæðust. Þetta var í maíbyrjun 1959. Hann kom að
sæluhúsinu með félaga sínum yfir ísilagt Hvítárvatn, eft-
ir 10 stunda göngu frá Hagavatni. Þeir gistu svo í sæluhús-
inu um nóttina, en hvorugur þeirra lagði í að sofa í rúm-
inu áðurnefnda. Höfðu þeir þungar svefnfarir og um nótt-
ina vöknuðu þeir við mikið traðk og læti úti fyrir, og þó
hræddur væri, áræddi sögumaður minn að gægjast út og
gæta hvers kyns væri. Stór hópur af gæsum hafði komið
heim að húsinu og var nú að spígspora upp um þak og
veggi. Er ekki að orðlengja það, að báðum mönnunum
stórlétti, skreiddust aftur í pokana og sváfu í einum dúr til
morguns.
22 MORGUNN