Morgunn - 01.06.1998, Síða 26
Fyribœri á fjöllum
anna er timburskilrúm. Loks er dálítið loft í risi hússins.
Fljótlega þótti koma í ljós að ekki væri allt með felldu í
húsi þessu og urðu ýmsir varir þess, bæði einir sér og eins
margir saman, er ekki virðist hægt að skýra á eðlilegan
hátt. Mig minnir að það væri síðsumars 1963, sem ég var
staddur með ferðahópi í Herðubreiðarlindum, þar sem við
höfðum náttstað. Meðal næturgesta þar var Steindór
Steindórsson frá Hlöðum og fengum við hann til að segja
frá hálendisferðum sínum, á smá kvöldvöku, sem við
héldum þarna í skálanum.
Eitt af því, sem Steindór sagði okkur frá, voru reimleik-
ar í sæluhúsinu við Jökulsá. Ekki var þó komið við í sælu-
húsinu að þessu sinni, en nokkru síðar var ég enn á ferð
um Mývatnsöræfi og þá með hjónum úr Kópavogi. Þótti
mér nú vel við hæfi að heimsækja sæluhúsið, ekki síst
vegna þess að samferðarfólk mitt hafði enga vitneskju um
húsið eða sögu þess.
Nokkurn spöl vestan Jökulsárbrúarinnar fórum við út af
þjóðveginum og fylgdum eftir það símalínunni austur til
árinnar.
Þarna eru sandar og grjótöldur. í kyrru og björtu veðri
eru oft á þessum slóðum miklar hillingar. Smáhæðir,
hraun og melþúfur eru sem fljótandi tilsýndar. Nokkra
metra framundan bylgjast lognsærinn á gráum söndum,
en hvirfilvindar þyrla upp geysiháum, þvengmjóum
rykstólpum.
Allt i einu sést á melöldu austur við ána, bregða fyrir
einstæðingslegu, gráu húsi. Það er sæluhúsið við Jökulsá,
sem nú er komið í eyði, ef svo má að orði komast um
sæluhús. Það er ekki lengur í þjóðbraut og löngu hætt að
gegna þvi hlutverki, sem því var ætlað, að hýsa þreytta
ferðalanga og líklega hafa draugarnir nú flutt sig um set.
24 MORGUNN