Morgunn - 01.06.1998, Page 28
Fyribœri ú Jjöllum
uppi. Dimmt var í kjallaranum enda birgður gluggi af
sandfoki og rakt loftið streymdi á móti okkur, þegar við
opnuðum.
Við vorum ljóslausir en þrátt fyrir það skálmaði félagi
minn þegar inn í myrkrið. Eg lét mér nægja hins vegar, að
standa rétt innan við þröskuldinn og var að byrja að venj-
ast myrkrinu þegar maðurinn kom í hendingskasti aftur
tilbaka og við lá að hann skellti mér i dyrunum.
„Heyrðu,“ sagði hann, ég held bara að ennþá séu hestar í
kjallaranum, því ég rakst á eitthvað mjúkt eins og lend á
skepnu, en kannski það hafi verið heypoki," bætti hann við.
Nú var mér öllum lokið, skellti hurð að stöfum og hrað-
aði för til bílsins með ónota geig.
E.t.v. voru draugarnir ekki alveg fluttir í burtu.
Á leiðinni niður í Hólmatungur, sagði ég hjónunum það,
sem ég vissi um sögu sæluhússins og fyrirbæranna þar.
Frásögnina hafði ég úr ýmsum áttum, þó aðallega úr rit-
verki Ólafs Jónssonar um Ódáðahraun, en þar segir Bene-
dikt Sigurjónsson eða Fjalla-Bensi, eins og hann oftast var
nefndur, nokkuð frá sæluhúsinu við Jökulsá.
Bensi notaði hús þetta manna mest, því að bæði hafði
hann oft gist þar í eftirleitarferðum, en líka verið þar lang-
dvölum við íjárgæslu í mellöndunum, áður en Péturs-
kirkja var byggð við Nýjahraun. Sæluhúsið var því í raun
og veru einn þáttur í viðskiptum Bensa við öræfin og því
síst að furða, þótt hann kynni frá ýmsu að segja í sam-
bandi við það. Eitt sinn var Bensi þar á ferð að kvöldlagi
á jólaföstu, matarlítill og var því bæði svangur og þreytt-
ur er hann leitaði sér gistingar í sæluhúsinu við Jökulsá.
Bensi bjóst um í rúmfleti í innra herberginu, sem er í suð-
urenda hússins og er gluggi þar á stafninum. Er hann hafði
sofið um stund, hrökk hann upp við það, að honum þykir
26 MORGUNN