Morgunn - 01.06.1998, Síða 29
Sœluhúsid við Jökulsá
högg barið í gluggann. Rís hann upp og lítur út, en bjart
var af tungli og sýnist honum þá maður ganga frá glugg-
anum og hverfa fyrir húshornið. Dettur honum í hug að
þar séu Reykhlíðingar á ferð. Á hann því von á að komu-
maður gangi inn í húsið og hallar Bensi sér því aftur út af
í fletið. Heyrir hann högg mikið barið á hurðina, en ekki
bregður Bensa neitt við það, svo sannfærður er liann um
að þetta séu sveitungar hans, er komnir séu. Hugsar hann
með sér að óþarft sé fyrir þá að berja utan húsið, þar sem
dyr séu ólokaðar.
I sama vetfangi ríður högg mikið í gólfið undir herberg-
inu. Ekki var Bensi samt ennþá neitt verulega smeykur, en
þótti þó þessar aðfarir harla einkennilegar og býst nú til að
rísa á fætur og fara til dyra, en í sama vetfangi ríður bylm-
ingshögg í loftið yfir höfði hans. Þá var Bensa öllum lok-
ið. Fram til þessa hafði honum ekki dottið annað í hug en
um hávaða af manna völdum væri að ræða, en skyldi þá
að svo var ekki. Greip hann þá svo ógurleg hræðsla, að
hann gat eftir þetta lilia grein gert sér fyrir því, sem gerð-
ist, eða hve lengi hann hélst við í húsinu, því að fyrst í
stað þorði hann ekki til dyra.
Um síðir hleypti hann þó í sig hörku, braust út og tók á
rás til byggða. Heyrðist honum lengi vel að eitthvað væri
á hælum sér, en það hvarf þó, er hann kom nokkuð vestur
á öræfin. Tók hann þá að hægja ferðina, en heim í Mý-
vatnssveit hélt hann rakleitt, 30-40 kílómetra vegalengd.
Oft síðar gisti Bensi í sæluhúsinu með öðrum og varð
þar var undarlegra hluta. Eitt sinn voru þeir sjö saman
þarna i húsinu. Var einn þeirra Þorlákur Jónsson á Skútu-
stöðum. Þeir lögðust þarna til svefns og sofnuðu skjótt,
því þeir voru þreyttir, en hrukku upp við þunga barsmíð
neðan í loftið yfir kjallaranum. Vaknaði Þorlákur fyrstur,
MORGUNN 27