Morgunn - 01.06.1998, Síða 31
Sœluhúsið við Jökulsá
Grímsstöðum á Fjöllum kringum 1918. Var hann þá eitt
sinn, ásamt öðrum manni, sendur vestur yfir Jökulsá, ann-
að hvort til að leita að hestum eða gera við síma. Urðu
þeir tepptir vestan árinnar næturlangt og settust að í sælu-
húsinu. Er þeir höfðu verið þar um hríð, hófst skarkali
mikill niðri í kjallaranum. Félagi Jóa varð þá myrkfælinn
og vildi helst á brott úr húsinu. Jói var þó ekki á því, en
taldi rétt að skyggnast í kjallarann og sjá, hvort þar væri
nokkuð. Fóru þeir nú út, því að í kjallarann er aðeins ut-
angengt, og var dálítið
anddyri yfir innganginum
í hann og nokkur þrep nið-
ur að fara. Fór Jói á undan,
tók upp eldfæri og var við-
búinn að kveikja, þegar er
hann kæmi niður i kjallar-
ann. í þrepunum bregður
hann upp eldspýtu og er
haft eftir Jóa, að þá hafi
hann séð þá ógeðslegustu
sjón, er hann hafi augum litið. Lýsti hann því svo, að það
hefði verið einhvers konar dýr, á stærð við vetrungskálf,
kafloðið og ægilegt. Ekki taldi hann félaga sínum hollt að
sjá þetta og lét því deyja á eldspýtunni, en kveikti þcgar á
annarri. Sást þá ekki neitt óeðlilegt í kjallaranum og bað
Jói félaga sinn að koma og sjá að þarna væri ekkert. Fóru
þeir síðan aftur upp í kompuna, en þar höfðu þeir Ijós log-
andi. Er þeir komu aftur inn í birtuna, hafði félagi Jóa orð
á því að honum væri brugðið, en Jói eyddi því og gat ekk-
ert um sýn sína fyrr en löngu síðar. Lét Jói svo um mælt
að varla mundi hann vinna sér það til lífs að gista einn í
sæluhúsinu við Jökulsá.
Gluggað í
geslabókina
í sælu-
húsinu við
fökulsá.
MORGUNN 29