Morgunn - 01.06.1998, Síða 41
Sönnun að handam
Eftirmáli
Þegar manni eru sagðar sögur á borð við þá, sem hér
hefur verið skráð, getur ekki hjá því farið, að forvitni
vakni um nánari heimildir. Og þar er skemmst frá að
segja, að það sem mestu máli skiptir reyndist hárrétt:
Magnús Jóhannesson átti vissulega um eitt skeið heima á
Þýfum í Vopnafirði. Hins vegar var ekki von að Magnús
Stefánsson eða samtíðarmenn hans könnuðust við þetta
bæjarnafn, því að það mun hafa verið gleymt öllum öðr-
um en einstaka sérvitringi, sem hefur gaman af að liggja í
gömlum kirkjubókum, og svo ef til vill næstu nágrönnum.
Það var svo ekki fyrr en 1927-28, sem byggt var nýbýli á
þessum stað og kallað Dalland. í bókinni „Sveitir og jarð-
ir í Múlaþingi" segir aðeins: „Þar voru áður beitarhús.“
Dalland er þannig eina nafnið á þessum bæ, sem nútíma-
mönnum er tamt.
Hitt er svo annað mál að nokkrar skekkjur koma fyrir í
frásögn Magnúsar Stefánssonar, þar sem hann ræðir um
ævi afa síns, og er þar tvennt til: Annað hvort hefur hann
fengið ónákvæmar upplýsingar, þegar hann fór að grafast
fyrir um feril Magnúsar frá Þýfum, eða að eitthvað hefur
skolast til í minni hans sjálfs. Hann var ekki með neina
minnispunkta með sér þegar við töluðum saman, enda
gerði hann fyrirvara um surnt. Orðin „líklega" og „ef til
vill“ korna fyrir í máli hans. Hér skal nú tíundað hið
helsta, sem ég hef komist að raun um, varðandi Magnús
Jóhannesson.
Hann er skráður „inn kominn" i Hofssókn í Vopnafirði
árið 1847, vinnumaður i Böðvarsdal, sagður 24 ára, sem
kemur heim við aldur hans síðar á ævinni, svo þetta er
áreiðanlega „réttur“ maður.
MORGUNN 39