Morgunn - 01.06.1998, Page 43
Sönnun að handam
júlí 1866, frá ungum börnum, eins og sonarsonur hans
segir. Hann er þá orðinn 44 ára, og hefur líklega dáið úr
einhverri landfarsótt, því það er ekki skaplegt, hvílíkur
fjöldi Vopnfirðinga hrynur þá niður á skömmum tíma.
Reyndar skrifar klerkur dálítið skrýtið í sambandi við bú-
skap Magnúsar á Desjamýri. Þar segir:
„Desjarmýri 2. býli (Skálamór).“ Það erþar, seni Magn-
ús býr. Var Skálamór (nú Arnarvatn) einhvern tíma afbýli
frá Desjamýri? Arnarvatn, einhver fallegasta heiðarjörð
sem um getur, en Desjarmýri að sama skapi ljótt og óynd-
islegt kot! Þvílíkt og annað eins!
Einni spurningu er enn ósvarað:
Hvers vegna kennir Magnús sig við Þýfi, en ekki t.d.
Lýtingsstaði, þar sem hann bjó þó formlega um nokkurt
árabil? Það getur átt sér ýmsar skýringar. Alls ekki er
sjálfgefið, að menn beri mesta tryggð til þeirra staða, þar
sem þeir dveljast lengst. Margt fleira getur komið til. Ég
held, að Magnús Stefánsson hafi rétt að mæla, þegar hann
giskar á, að afi hans hafi lifað hveitibrauðsdaga hjúskap-
ar síns á Þýfum, og að þess vegna sé honum staðurinn svo
hugstæður. En svo er annað, ekki síður þungt á metunum:
Þýfi munu hafa verið skamman tíma í byggð og tiltölu-
lega fáir búið þar. Allt öðru máli gegnir um Lýtingsstaði.
Þeir eru gömul jörð og þar geta margir Magnúsar hafa átt
heima í aldanna rás. Það var því miklu meira einkennandi
að hafa verið á Þýfum en á Lýtingsstöðum, ef manninum
var á annað borð hugleikið að sanna tilveru sína.
En hvað sem öllum slíkum hugleiðingum líður, þá
stendur eitt eftir: Sú vitneskja, sem Magnús Stefánsson
öðlaðist með yfirskilvitlegum hætti, reyndist hárrétt, svo
langt sem hún náði, þótt það virtist ekki líklegt í fyrstu.
MORGUNN 41