Morgunn - 01.06.1998, Page 45
Einar Hjörleifsson Kvaran:
Dularfull
fyrirbrigði
Eg geri ráð fyrir að lesendur Fjallkonunnar muni búast
við því að blaðið flytji einhver ummæli út af öllu
andatrúarskrafinu, sem gengur hér í bænum, ekki síst
nú, þegar búið er að minnast á mig allháðulega í sambandi
við það mál, í málgagni stjórnarinnar.
Ég hefi um nokkur
Grein, sem Einar Hjörleifsson
r
Kvaran, fyrsti forseti S.R.F.I., ritaði
í vikublaðið Fjallkonuna, 7. apríl
1905, um m.a. ástœðu þess að hann
gerðist spíritisti og þœr árásir sem
hann þá þegar hafði orðið fyrir
vegna skoðanna sinna.
ár, að svo miklu
leyti, sem mér hefir
unnist tími til frá
öðrum störfum,
kynnt mér allmargar
bækur um spíritisma
og „theosofi“ (anda-
trú og guðspeki).
Þeim mönnum, sem
aðhyllast þær lífs-
skoðanir, og þeir skipta milljónum i Norðurálfunni og
Vesturheimi, kemur saman um það, jafnframt því, sem þá
greinir á um margt og mikið, að unnt sé fyrir mennina að
komast í samband við verur, sem ekki hafi jarðneskan lík-
MORGUNN 43