Morgunn - 01.06.1998, Page 47
Dularfull Jyrirbrígði
„Mannkynið hefir síðan einhvern tíma langt, langt aftur
í öldum, haft hugboð um það, að mannsandinn héldi
áfram að lifa eftir jarðneskt líflát. Þetta hugboð, eða þessi
trú, byggist að minnsta kosti að
miklu leyti á sambandi, sem full-
yrt er að endrum og sinnum hafi
komist á milli hins ósýnilega,
andlega og hins sýnilega, jarð-
neska heims. Til dæmis að taka
er það einmitt eitt grundvallarat-
riðið í kristinni trú, að vera, sem
lifði hér á jörðinni ein 33 ár, hafi
eftir andlátið birst vinum sínum.
Enn í dag er fjöldi manna, sem
fullyrðir að þeir hafi verið sjón-
arvottar að atburðum, sem gerst
hafi sjálfkrafa og að minnsta
kosti í fljótu bragði bendi ríkt á
það, að þeir eigi rót sína að rekja
til ósýnilegs heims. Og jafnframt er afar mikill flokkur Einar H.
manna, spíritistar, sem staðhæfa að þeir geti sjálfir fram- Kvaran.
leitt fyrirbrigði, sem auðsjáanlega og áreiðanlega stafi frá
öðrum heimi. Nú er það ekkert, sem mönnunum getur rið-
ið meira á að vita með vissu en það, að þeir eigi að lifa
eftir dauðann. En þó að kynlegt megi virðast, hefir aldrei
verið beitt við þessi fyrirbrigði sams konar rannsóknarað-
ferð vísindanna cins og beitt er við önnur fyrirbrigði til-
verunnar, til þcss að fá vitneskju um, hvort þau séu nokk-
uð annað en hugarburður og hvers eðlis þau séu. Það er
ekki samboðið þekkingarþrá mannkynsins að leggja þetta
lengur undir höfuð. Svo var félagið stofnað til þess að
halda þessum rannsóknum uppi.“
MORGUNN 45