Morgunn - 01.06.1998, Page 50
Dularfull fyrirbrigði
eru þar einhversstaðar á milli með skoðanir sínar. Og það,
sem að hefir verið hafst í samkomum okkar, hefir verið
gersamlega rannsóknareðlis og á engan annan veg.
Ég ætla ekki að fara að lýsa því neitt er hefir borið fyr-
ir okkur, sem höfum verið við þetta að fást. Þeir, sem
löngun hafa til að kynnast málinu, geta lesið um miklu
merkilegri fyrirbrigði en þau, sem enn hafa hjá okkur
gerst. Bækurnar um þetta mál voru í vetur eitthvað 30
þúsund bindi, svo nógu er úr að moða. En hitt get ég tek-
ið fram, að árangurinn hefir þegar orðið meiri en nokkurt
okkar hefir víst gert sér í hugarlund í byrjuninni, þó að
skoðanamunur geti að sjálfsögðu verið um það, hvernig á
því standi, sem fyrir hefir komið, enda fjarri því að allir,
sem tekið hafa þátt í þessum tilraunum hafi gengið úr
skugga um að hér sé að tefla um áhrif úr andans heimi.
Það er ekki í fordildar- eða metnaðarskyni að ég hefi
minnst svo mikið á sjálfan mig í sambandi við þetta mál.
Mér finnst hér ekki vera neitt til að miklast af. En úr því
að farið er að svívirða þessar tilraunir, vildi ég láta þess
afdráttarlaust getið, að þær eru mér að kenna. Allir, sem
við þær hafa fengist, hafa gert það fyrir mín orð.
En ég fæ ekki heldur ,með nokkru móti séð, að hér sé
neitt til að skammast sín fyrir. Þó að ritstjóri Reykjavíkur
viti ekki um merkilegustu uppgötvanirnar, sem gerðar
hafa verið á síðustu öld, er ég ekki skyldugur til þess að
vera jafn fáfróður. Þó að sannleiksþrá hans sé fullnægt
með „málgagni sannsöglinnar,“ hefi ég rétt til að leita
sannleikans víðar. Og þcgar ég geri það á mínu heimili
eða á heimilum vina minna, finnst mér ekki ósanngjarnt
að ég fái, enda á ég meira að segja lagaheimting á að fá að
gera það allsendis óáreittur. Mér finnst ekki úr vegi fyrir
stjórnarhöfðingjana að bcnda ritstjóra sínum á það.
48 MORGUNN