Morgunn - 01.06.1998, Page 51
Dularfull Jyrirbrigði
Það er hálfgert ógeð í mér við það að minnast nokkuð á
tilraun stjórnarblaðsins til að ófrægja okkur, sem við þetta
erum að fást, fyrir óguðlegt athæfi, þar sem bannað sé í
ritningunni að leita frétta af framliðnum. Mér finnst svo
mikið óbragð af því, þegar Jón Ólafsson fer að vanda um
við menn fyrir það að þeir breyti ekki samkvæmt guðs
orði.
Samt tel ég rétt að minnast á þetta atriði örfáum orðum
til þess að afstýra því að blað stjórnarinnar fái æst með
þessu hugi fáfróðra og andlega lítilsigldra manna, sem
sýnilega er tilætlunin.
Það er aldrei nema satt, að Móselög banna að leita frétta
af framliðnum. En kristnir menn telja sig yfirleitt ekki
bundna við öll Móselög. Þau banna manni t.d. að eta
blóðmör og að búa til nokkra mynd. Eftir því er ekki far-
ið. Enginn kristinn maður telur sig bundinn við slík fyrir-
mæli, nema ef til vill Aðventistar. Hugsandi nútíðarmenn
telja þó enn fráleitara að láta nokkur þúsund ára gömul
fyrirmæli leggja höft á leit sína eftir sannleikanum og það
þeim sannleika, sem öllu mannkyninu og hverri einstakri
mannssál kemur meira við en nokkurt annað atriði þekk-
ingarinnar.
Heimild:
Fjcdlkonan 10. mars 1906.
Og Einar skrifaði flcira um málið í Fjalikonuna 12.
janúar 1906.:
Eg ritaði greinarstúf seint í fyrravetur hér í blaðið með
þessari fyrirsögn. Ég geri ráð fyrir að ýmsa af lesendum
Fjallkonunnar muni reka minni til hennar, því að ég hefi
úr ýmsum áttum fengið sannanir fyrir því, að henni hefir
MORGUNN 49