Morgunn - 01.06.1998, Síða 54
Dularfull fyrirbrigði
hafa haldið því að mönnum, að slíkt trúleysi bakaði þeim
ævarandi ófarsæld. Prestunum hefir gengið mjög misjafnt
að koma þessari trú inn hjá mönnum. Og á síðustu tímum
hefir þeim gengið það sérstaklega þunglega.
Nú stendur svo á, að úti um heiminn eru milljónir manna,
menntaðra, sannsögulla og góðra manna, sem segja:
„Ekkert á að vera því til fyrirstöðu að heimurinn trúi
þessum fornaldarfyrirbrigðum, sem prestunum þykir svo
mikið varið í. Okkur er kunnugt um að sams konar fyrir-
brigði eru að gerast nú, og hvers vegna hefðu þau þá ekki
eins átt að geta gerst fyrir 1900 árum eða 4000 árum?
Hver sem vill leggja tima í og alúð við að rannsaka mál-
ið, getur sjálfur komist að raun um, að fyrirbrigðin gerast
enn í dag. Prestarnir hafa í þessu efni rétt að mæla. Leitið
og þér munuð finna. Knýið á og hliðum himnaríkis mun
að nokkru verða lokið upp fyrir yður.“
Svona er talað úti um heiminn. Og hér í Reykjavík eru
nokkrir menn, sem ekki vilja láta þetta eins og vind um
eyrun þjóta, vilja sjálfir komast að raun um hvort þetta sé
satt eða ekki.
Er það ekki skringilegt að predikararnir í dómkirkjunni
skuli standa á öndinni út af þessu? Er það ekki kynlegt að
þeir skuli segja sem svo:
„Ef þið trúið ekki sögunum um Móse og Elías og Krist
og postulana og allan þann ljölda í gamla og nýja testa-
mentinu, sem við dularfull fyrirbrigði voru riðnir, þá eruð
þið á glötunarinnar leið en sérstaklega er það samt ljótt og
óguðlegt af ykkur, ef þið reynið að fá sannanir fyrir því,
að þær sögur gætu vel hafa gerst, sem sagðar eru af Móse
og Elíasi og Kristi og postulunum.
Og athugum því næst málið frá annarri hlið, sem liggur
að minnsta kosti eins beint við.
52 MORGUNN