Morgunn - 01.06.1998, Síða 56
Dularfull fyrirbrigði
Og öllum þykir þeim þessi staðhæfing milljónanna þess
verð, að menn leitist við að fá vitneskju um, hvort hún
kann að vera sönn, eða hvort hún er eintómur heilaspuni.
Er þá ekki skringilegt að predikararnir í dómkirkjunni
skuli taka þetta svona óstinnt upp? Er það ekki skringi-
legt, að eina predikunarframforin, sem þeir taka, skuli
vera sú að vara menn við því, sem hinu óguðlegasta at-
hæfi, að reyna að fá óbifanlega sannfæringu fyrir því, að
maðurinn lifi, þótt hann deyi?
Jú, það ER skringilegt. En það gerir ekkert til. Sannleik-
anum er ekki fisjað saman. Hann stenst heimatrúboðið
hér í Reykjavík. Og alveg eins fyrir því, þó að það fari upp
í predikunarstólinn í dómkirkjunni.
Loks er mótblásturinn frá alþýðu manna. í raun og veru
er hann ekki teljandi. Allur þorri skynsamra manna virð-
ist hafa tekið rannsóknunum vel. Og við tilraunir eru
menn víða farnir að fást, eins og ég skal minnast nokkru
betur á síðar. En nokkuð af fáfróðum mönnum hefir látið
æsast og fylla sig íjarstæðum.
Einkum hafa þeir menn fengið DÁLEIÐSLU-fælni.
Þeir hafa heyrt dáleiðslu nefnda á nafn, vita auðvitað ekk-
ert hvað hún er, halda, að þeir, sem kunni þá list að dá-
leiða menn, geti beitt henni hvar og hvenær sem er, þurfi
ekki, til dæmis að taka, annað að gera en líta á menn úti á
götu, þá séu þeir dáleiddir. Og þeir gera sér í hugarlund að
það sé hræðilegt að verða fyrir öðru eins.
Stundum nota gárungar þessa kynlegu fælni til þess að
leika á menn. Nýlega var einn tekinn fyrir. Einn af sam-
verkamönnum hans segir við hann að það sé ljótt að sjá í
honum augun, hann hafi víst verið dáleiddur. Manninum
þótti það furða, því að hann kenndi sér einskis meins. Þá
kemur annar gárunginn, og svo hver af öðrum, og allir
54 MORGUNN