Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 58
Dularfull fyrirbrigði
lega mönnum, sem ekki hafa neina heilsubót fengið hjá
læknum. Arangur hefur þegar orðið töluverður. Sumir
hafa fengið algerðan bata, að því er virðist. Aðrir sýnast á
batavegi og enn aðrir hafa enn ekki fundið neinn mun á
sér. Sem stendur eru sjúklingar svo margir, að ekki er unnt
að sinna fleirum.
Af þeim sjúkdómum, sem verið er að fást við, þykir
mönnum mestu máli skipta um einn, það er krabbamein í
maganum.
Sjúklingurinn er Jón Jónsson bóndi frá Stóradal í Húna-
vatnssýslu. Hann kenndi sjúkdómsins í síðast liðnum
júnímánuði, og var við rúmið eftir, er á sumarið leið.
Hingað suður kom hann 8. október. Síðan 10. október hef-
ir hann ekki stigið á fæturna. Hann hefur legið í húsi bróð-
ur síns, cand. Þorleifs Jónssonar póstafgreiðslumanns og
verið undir ágætri læknishendi. Læknirinn hefur afdráttar-
laust fullyrt, síðan er maðurinn kom suður, að engin von
sé um bata.
Þegar maðurinn kom suður í haust, fannst bólga hægra
megin í maganum á svo sem lófastórum bletti. Hún fór
stöðugt vaxandi, færðist yfir bringuspalirnar og var kom-
in undir vinstra síðubarðið, þegar tilraunirnar hófust. Fyr-
ir neðan bólguna var lífið mjög uppþembt og hart. Frá
nóvemberbyrjun hætti sjúklingurinn að nærast á öðru en
mjólk og cacao við og við. Lystin var engin. Sjúklingur-
inn hafði alltaf öðru hvoru niðurgang. Þvagið var orðið
mjög lítið, þegar tilraunirnar byrjuðu, mjög þykkt og
dökkt. Svitinn var ákaflega mikill. Svefn hafði sjúklingur-
inn ekki á nóttum, nema með ópíumsinntöku, svaf ekki,
upp á síðkastið ef hann fékk minna en 30 dropa. Brjóst-
þyngsli voru orðin mikil.
Lækningatilraunir byrjuðu til fulls 7. febrúar, hafa á
56 MORGUNN