Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 63
Dularfiill fyrirbrigði
kveðja gestirnir hver af öðrum af vörum miðilsins og því
næst vaknar hann, eftir svo sem eina eða tvær mínútur, al-
heill, en talsvert þreyttur.
Læknirinn hefur margsinnis tekið það fram, að hann
geti ekkert um það fullyrt, hvort sjúklingnum batni til
fulls eða ekki, það sé komið undir ýmsum atvikum, sem
hann hafi ekki vald á. En hann kveðst hafa góðar vonir.
Hver sem úrslitin verða, virðist oss ekki ástæðulaust að
lofa lesendum Fjallkonunnar að fá rétta vitneskju um
þetta mál, ekki sist fyrir þá sök, að það hefur kvisast hér
um bæinn og ýmsar ósannar sögur eru um það sagðar. í
blöðum er ósjaldan minnst atburða, sem ekki eru merkari.
Og jafnframt finnst oss ekki úr vegi að bera það undir
gætna sæmdarmenn, hvort þeim finnst vel við eiga, að
hellt sé yfir þessar tilraunir öllum þeim svivirðingum,
sem viku eftir viku standa í stjórnarblöðunum og
Frækornum, samfara miður viðurkvæmilegu fáviskuhjali
í predikunarstólnum í dómkirkjunni. Er það frá nokkru
sjónarmiði óhæfa og skömm, að reynt sé að lækna menn,
sem liggja fyrir dauðans dyrum, stórþjáðir af sjúkdómum,
menn, sem enga verulega hjálp geta fengið hjá bestu
læknum landsins?
MORGUNN 61