Morgunn - 01.06.1998, Page 65
Er líf eftir dauðann?
Markmið þeirra, sem ráðstefnuna héldu, var að veita yf-
irsýn yfir rannsóknir sem gerðar hafa verið og kynna við-
horf nokkurra framúrstefnu vísinda- og rannsóknamanna
til þessa rannsóknasviðs. Þetta eru þeir vísindamenn sem
fást við hin svonefndu „border-science“ vísindi, þ.e. þau
visindasvið sem ekki teljast innan hins hefðbundna
ramma vísindanna. Viðfangsefnið var mannveran sjálf,
vitund hennar, skynjun og ástand, en einkum var tilgang-
urinn að skyggnast bak við tjöldin og reyna að komast að
því hvað við taki að jarðvist lokinni. Efnið, sem flutt var,
fór ýmist fram í umræðum, íyrirlestraformi
eða starfs- og kennsluhópum.
Klukkan korter yfir átta á hverjum morgni, hina þrjá
ráðstefnudaga, tónaði hollendingurinn Hein Braat hið
fræga ÓM fyrir ráðstefnugesti með fagurri bassarödd
sinni og lágværum undirleik strengjahljóðfæris. Þetta var
hálftíma hugleiðslustund í dagsbyrjun og afar áhrifamikið
að heija daginn á þennan hátt.
Hein Braat er þekktur músíktherapisti, músíkant, kenn-
ari og yoga-iðkandi. Hann hélt fyrirlestur um hvernig
hægt er að nota áköll (möntrur) til að komast í samband
við önnur vitundarsvið. Áhrif möntrunnar eru fólgin í
beitingu tónáhrifa á bylgjusvið heilans til að hækka
tíðnisviðið og komast þannig í samband við aðra heima.
Þetta kostar æfingu og einbeitni og er áhrifamikil leið til
skilnings á möguleikum vitundarinnar til að ná sambandi
við önnur svið.
Hvað tekur við þegar við deyjum?
Þessari spurningu hafa jarðarbúar velt fyrir sér frá alda
öðli. Sumir telja sig hafa fengið sannanir fyrir framhalds-
lifi með hjálp miðla, aðrir benda á að enginn hafi enn snú-
MORGUNN 63