Morgunn - 01.06.1998, Page 68
Er líf eftir dauðann?
Flutti hún erindi um miðilsstarfið og kom síðan sjálf
fram í miðilshlutverki að því loknu. Var fróðlegt að bera
saman þessa þrjá miðla. Fleiri miðlar komu fram, einnig
fólk sem sagði frá áhrifaríkri reynslu sem það hafði orðið
fyrir í sambandi við látna vini og ættingja. Breski sjáand-
inn og sállæknandinn Pamela Sommer-Dickson hélt fyrir-
lestur um hvernig hægt er að búa sig undir framhaldslífið
í daglegri tilveru.
„Við erum stöðugt að skapa okkur framhaldstilveru
með breytni okkar og hugsunum í þessu lífi,“ sagði hún,
„því að ástand okkar í framlífinu verður í samræmi við
það sem við gerum og hugsum í dag.“ Erindi hennar var
bæði áhrifaríkt og vel flutt og hvatti til umhugsunar.
Dr. med. Anne Glantz sagði frá skyggnireynslu sinni í
erfiðri bernsku, þar sem lengi vel var ekki mark tekið á
orðum hennar. Hún sá framliðna jafnt sem lifandi fólk og
talaði oft við persónur sem enginn annar en hún sá. Fyrir
þetta var hún ávítuð og átti erfiða daga uns hún hitti fólk
sem skildi ástand hennar og hæfileika.
Þessi reynsla varð til þess að hún lagði stund á geðlækn-
ingar og sállækningar. í fyrirlestri sínum ijallaði hún um
það sem hún nefndi orku-umbreytingu (energy-trans-
formation) og talaði um það sem á íslandi hefur stundum
verið nefnt að vera andsetinn (Besessenheit), þegar vera
frá andlegu sviði yfirtekur einstakling á jarðsviðinu.
Hvernig lýsa sér þeir sálrænu kvillar eða sjúkdómar sem
verða þegar um slíkt er að ræða og í hvaða tilfellum getur
slík orkuumbreyting á hinn bóginn verið gagnleg. Dr.
Glantz rekur eigin læknastofu í Zúrich.
Prófessor Dr. Jean Dierkens hefur lagt stund á parasál-
fræði, sálkönnun og drauma, hefur skrifað bækur um
parasálfræði, tilraunasálfræði, könnun á draumum fornra
66 MORGUNN