Morgunn - 01.06.1998, Page 70
Er líf eftir dauðann?
Andsetni og utanjaróarverur
Hinn kunni rithöfundur Colin Wilson flutti vottfesta frá-
sögn af óvenjulegum persónuleikabreytingum þar sem
ljórar ólíkar persónur yfirtóku stúlku nokkra. Þegar
ókunn persóna - eða andi - tók yfir persónuleika um-
ræddrar stúlku, breyttist hún í viðmóti, orðalagið og fasið
gerbreyttist og hugmyndir og viðhorf voru augsýnilega
ekki hennar eigin. Þegar sú yfirtökuvera hvarf, varð stúlk-
an aftur söm við sig og mundi þá ekkert hvað fram hafði
farið. í seinni fyrirlestri sagði Wilson frá hrcyfifyrirbær-
um sem kölluð hafa verið ærsladraugar (poltergeist), þar
sem hlutir fara á hreyfingu af sjálfu sér án finnanlegrar
ástæðu. Hann tjallaði nokkuð um að hinn þekkti prófess-
or í sálar- og geðlæknisfræði við Harvard háskóla, Dr.
John E. Mack, hefði skrifað og gefið út bók fyrir nokkr-
um árum þar sem segir frá fólki sem orðið hafi fyrir
reynslu af utanjarðarverum. Bókin nefnist „Jarðarbúar
brottnumdir af utanjarðarverum“
(Abduction, Human Encounters with Aliens, útg. 1994
hjá Macmillan Publishing Company, New York).
Prófessor Mack talaði við þetta fólk, dáleiddi það og
sannfærðist um raunveruleikagildi reynslu þess. Colin
Wilson taldi þetta hina merkustu bók og hafði sjálfur
komist að sömu niðurstöðu og prófessorinn, sem sé að ut-
anjarðarverur séu að koma
á tengslum við okkur jarðarbúa í þeim tilgangi að breyta
viðhorfum okkar til lífsins og umhverfisins, losa okkur
við ranghugmyndir og öðlast aukinn skilning á tilgangi
lífsins.
Sjálfur hafði hann nýlokið við að skrifa bók sem ber
heitið Alien Dawn og mun tengjast þessu sama efni. Sagði
68 MORGUNN