Morgunn - 01.06.1998, Page 76
Er líf eftir dauðann?
svið. Við það breytist orku-
mynstrið og sé þetta ein af
ástæðunum fyrir því að erfitt
hefur verið að veita gestum leyfi
til að sitja fundina. Nú hafi menn
sigrast á þessum erfiðleikum og
gestir hafa í auknum mæli feng-
ið aðgang. Með því að nota þessa
orku er heldur ekki lengur fyrir
hendi sú hætta fyrir miðlana sem
notkun útfrymis áður skapaði á
líkamningafundum. Scole-rann-
sóknafólkið gefur út
ritið „The Spiritual Scientist“
þar sem segir frá miðilsstarfsemi
þeirri sem fram fer innan Scole.
(Heimilisfangið er: The New
Spiritual Science Foundation,
Street Farmhouse, Scole, Diss,
Norfolk, IP21 4DR, England).
Á þessari og
næstu síðu:
Myndir sem
talið var að
hefðu horist
að handan.
(Sjá nánar í
Morgni
síðara hefti
1988).
Samband við látna með tæknilegum aðferðum
Þá er að nefna dr. Ernst Senkowski, prófessor í eðlis-
fræði, sem rannsakað hefur samband við framliðna með
tæknilegum aðferðum. Hann nam tilraunaeðlisfræði, starf-
aði síðar við rafeindatæknidcild tækniháskólans í Bingen.
Dr. Senkowski hefur lengi verið talinn í fremstu röð þeirra
sérfræðinga sem fást við sambandsrannsóknir með notkun
tækjabúnaðar. Það var árið 1977 sem áhugi hans á parasál-
fræði vaknaði fyrst er hann kynntist fyrirbæri „segul-
bandsraddanna“ hjá Svíanum Jiirgensen, þegar ókunnar
raddir heyrðust skyndilega á segulbandi, sem hann taldi
74 MORGUNN