Morgunn - 01.06.1998, Page 78
Er lif eftir dauðann?
Á árunum 1982-’89 þróaði König ýmis konar tækjabún-
að þar sem lágtiðni rafeindasveiflur, innrautt og útfjólu-
blátt ljós kemur við sögu.
Árið 1979 fór að nást samband með hjálp síma. Frá því
er sagt í bókinni „Phone Calls from the Dead“ eftir Banda-
ríkjamennina Rogo og Bayless, þar sem skýrt var frá
skjalfestum viðtölum við látnar persónur.
Á árunum 1984-’86 fékk Webster fram á tölvuskjá um
250 skilaboð frá persónu sem lifði á 16. öld. Skilaboðin
voru á þess tíma ensku og hægt var að staðfesta þær sögu-
legu upplýsingar sem fram komu.
Árið 1987 fóru „transvideo-myndir“ að verða skýrari og
myndirnar hreyfimyndir.
Á árunum 1988- 89 koma svo símasambönd að handan,
en þau voru ófullkomin og slitrótt og brátt fer samband
oftar að nást gegnum útvarp, sjónvarp og tölvu.
Árið 1988 barst eftir útvarpsstöðum um alla Evrópu eft-
irfarandi fréttatilkynning:
„Samband við hærri tilverusvið með hjálp tækjabúnað-
ar, síma og tölvu, orðið að veruleika.“
I stað síma var brátt farið að nota símsvara.
Myndir komu fram á sjónvarpsskermi fyrir tilstilli per-
sóna fyrir handan og án tilstilli sjónvarpsupptökuvélar
Þetta eru aðeins fá dæmi þeirrar þróunar sem varð á
þessu sviði (frekari upplýsingar um þetta efni má finna í
bók dr. Senkowskis -Instrumentelle Transkommunikation
- Dialog mit dem Unbekannten, „Tæknilegt miðilssam-
band - samtöl við hið óþekkta,“ bls. 217-219, Fischer
verlag, 1989).
Dr. Senkowski hefur verið í ífemstu röð rannsókna-
manna sem vinna með sambands rafeindatæknibúnað. Á
ráðstefnunni og í áðurnefndri bók gerir hann grein fyrir
76 MORGUNN