Morgunn - 01.06.1998, Page 80
Er lif eftir dauðann?
andlegri tilveru eftir viðskilnað okkar frá jörðinni eins og
skilja má á mörgum fyrrnefndra vísindamanna. Er það
ekki líka eini hugsanlegi
möguleikinn varðandi framhaldslíf? Eða skyldu vera til
enn aðrar hugmyndir hvað framhaldslíf varðar?
Nýr skilningur innan eðlisfrœðinnar
íslenskur vísindamaður, sem víðkunnur var fyrir upp-
götvanir sínar á sviði jarðfræði, hafði einnig mikið velt
fyrir sér hugmyndum um framhaldslíf. Þessi maður var dr.
Helgi Pjeturss, náttúrufræðingur og jarðfræðingur, sem
uppi var snemma á þessari öld. Hann var skapandi og
frumlegur í hugsun, cins og jarðfræðiuppgötvanir hans
báru vitni um, og frumleiki hans og víðsýni komu einnig
fram varðandi hugmyndir hans um framhaldslíf og vitund
mannsins. Eftir margra ára íhugun og rannsóknir á draum-
um og vitundarástandi manna, bæði sínu eigin og annarra,
var það sannfæring dr. Helga Pjeturs að mörg þeirra fyrir-
bæra, sem fram koma i sambandi við miðilsástand væru
skýranleg frá því sjónarmiði að maðurinn væri sambands-
vera í miklu víðara samhengi en áður hafði verið talið.
Sýndi hann fram á mörg dæmi um hvernig fyrirbæri sem
áður höfðu talist yfirskilvitleg og óskýranleg mætti skýra
með sambandsástandi. Löngu áður en nútíma kjarneðlis-
fræði sýndi fram á öreindatengsl atómanna innan stór-
heildar alheims, fór dr. Helgi Pjeturs skrefi lengra þegar
hann talaði um líf í alheimi og manninn sem þátttakanda
þess. Stjörnufræðingar nútímans telja samkvæmt líkinda-
reikningi útilokað að hvergi í öllum alheimi séu vitsmuna-
verur nema á jörðinni. Frábærir vitsmunir dr. Helga veittu
honurn skilning á því að án þess að flestir gerðu sér grein
78 MORGUNN