Morgunn - 01.06.1998, Blaðsíða 83
Boðsendingin
Frá unga aldri var Jensína veil fyrir brjósti, gekk með
það sem kallað var krónískur bronkitis, sem olli henni oft
óþægindum og erfiðleikum, þó hún léti það ekki aftra sér
í starfi sínu nema brýna nauðsyn bæri til.
Verður það ekki rakið hér, aðeins sagt frá einu sérstöku
atviki í því sambandi, svo sérstætt sem það er í eðli sínu.
Þessi krankleiki hennar leiddi til þess að læknar hennar
ráðlögðu henni að leita sér hjálpar á Vífilsstöðum, til sér-
fræðinga þar.
Leiddi það ávallt til nokkurs bata, þó hún losnaði aldrei
við þann erfiða kvilla.
Það var haustið 1970 að Jensína var mjög lasin af þess-
um þráláta sjúkdómi. Læknar ráðlögðu henni þá að fara á
Vífilsstaði sér til heilsubótar og lögðu á ráð með það.
Var hún þar í um tvo mánuði og hresstist allvel.
Farið var að líða að jólum þegar hún fór frá Vífilsstöð-
um. Hún fór þá heim til Elínar Sæmundsdóttur, fóstur-
dóttur okkar og var hjá henni meðan hún beið ferðar heim
með skipi, dagana fyrir jólin, ákveðin í að verða heima
um jólin.
En meðan hún beið ferðar kenndi hún lasleika og leið
ekki vel. Hún harkaði það þó af sér og lét litið á því bera,
ákveðin í að komast heim fyrir jólin, sem óðum nálguðust.
Ekki var þá um neinar ferðir aðrar að ræða en með
strandferðaskipunum Esju eða Herðubreið.
Með herkjum tókst henni að leyna lasleika sínum til að
koma í veg fyrir að hún yrði kyrrsett. Það tókst.
Hún kom heim með öðru hvoru skipinu, til Norðurljarð-
ar. Þaðan var skammt heim.
Öllum var okkur fognuður í heimkomu hennar og hugð-
um gott til jólanna. En sá fögnuður varð blendnari en við
bjuggumst við. I stað þess að henni batnaði sá lasleiki sem
MORGUNN 81