Morgunn - 01.06.1998, Page 85
Boðsendingin
Eins og áður sagði var asi á honum og hann vildi hraða
ferð sinni sem mest.
Segir hann mér að ef ég vilji koma boðum með sér þá
verði ég að gera það fljótt. Hann megi ekkert teíja.
Dregur hann þá upp bréfspjald, líkt og póstkort að
stærð. Allt er það útskrifað, en hann bendir mér á að efst
í hægra horni kortsins sé afmarkaður, auður reitur, líkt og
fyrir lítið frímerki, óútfylltur. Segir hann mér að ef ég vilji
koma boðum frá mér með honum, þá skuli ég skrifa þau
boð i litla, auða reitinn. Og enn leggur hann áherslu á að
ég verði að vera fljótur. Hann megi engan tíma missa.
Segir hann mér að ef ég vilji koma boðum til skila með
sér, þá megi ég skrifa þau í þennan litla reit, en ég verði
að vera fljótur, því hann verði að flýta sér og ekkert teíja.
Eg varð við þessu. Fékk mér eitthvað til að skrifa með í
þennan litla reit. Án frekari umhugsunar skrifaði ég þetta
í reitinn:
„ Ég krýp við fótskör þína
ogfel þér framtíð mína. “
Guðjón tekur við kortinu af mér og er mér horfinn um
leið. Eg stóð einn eftir.
Við þetta vakna ég. Atburðurinn er ljóslifandi í huga
mér án þess ég geri mér frekari grein fyrir hvað hafði
gerst i þessu sambandi.
Eg fór fram úr rúminu og næ mér í blað og penna og
festi á það það sem fyrir mig hafði borið í þessari draum-
vitund minni (síðar stakk ég blaðinu niður hjá mér. Veit
varla hvar það er nú).
Síðan sté ég upp í rúmið mitt, eftir að hafa litið til Jens-
MORGUNN 83