Morgunn - 01.06.1998, Page 94
Miölakynning
Um kvöldið, þegar hún er að sofna, þá sér hún lækni
koma inn til sín og er hann í hvítum slopp og með eitthvað
í hendinni. Fer hún að horfa á það og sér að það er gler-
sprauta og sprautar hann konuna í vinstri upphandlegg og
sofnar hún út frá því.
Bregður þá svo við að sýkingin hverfur á nokkrum dög-
um.
4. september 1996:
Fyrsta kvöldið eftir sumarfrí og jafnframt í fyrsta tíma
um kvöldið, kom Þorkell Sigurðsson, 83 ára vistmaður á
Hrafnistu, í heilun. Hann byrjaði á því að þakka fyrir hjálp
sem hann hafði fengið um vorið, í mars eða apríl 1996.
Hafði hann verið með mikinn svima í nokkuð langan tíma
og var orðinn mjög óstöðugur á fótunum og átti erfitt með
gang. Kvöldið, sem hann kom upp í Garðastræti 8, átti
hann mjög erfitt með að komast upp stigann upp á aðra
hæð til félagsins. Er þangað kom sagðist vera kominn til
Hafsteins til að reyna að fá hjálp. Kvað hann lækna vera
búna að reyna öll möguleg lyf en ekkert dygði og þeir
væru núna hættir að hlusta á sig og þýddi því ekki fyrir sig
að tala við þá meira. Hann yrði að vera svona. Ekkert væri
hægt að hjálpa honum meira.
Þorkell lagaðist á um viku tíma og kvaðst vera alveg
laus við allan svima og líða mjög vel. En ástæðu heim-
sóknar hans til Hafsteins núna, kvað hann vera þá að hann
hefði slasast og rifbrotnað og hefði töluverðar þrautir út
frá brotinu. Þar sem skjótur árangur hefði náðst með
svimann, taldi hann að hægt væri að hjálpa til með smá
þrautir út frá beinbroti.
Hann kom síðan aftur um veturinn og sagði þá að verk-
urinn út frá beinbrotinu hefði horfið á 2 dögum.
92 MORGUNN