Morgunn - 01.06.1998, Page 95
Hafsteum Guðjörnsson
20. október 1996.
Maður, sem ekki vill láta nafns sins getið, en við skul-
um kalla Bjarna, kom að máli við Hafstein og kvaðst hafa
heyrt að hann fengist við fyrirbænir og heilun. Sagði fjöl-
skyldu sem byggi í húsi sem hann hafði átt en skipt við á
öðru húsi, verða vara við eitthvað óskiljanlegt í húsi
þeirra. Húsbóndanum finnist sem sér sé strokið um hárið
og lítil dóttir þeirra sjái fólki bregða fyrir og eitthvað
tleira, sem ekki er hægt að útskýra frekar.
Heimilisfólkið hafði samband við prest og bað hann um
að koma og reyna að losa sig við óþægindin, sem hann og
gerði. Ekki varð nein breyting við það og hélst þetta áfram
og var heimilisfólkið orðið mjög þreytt á þessu og fór að
spyrja Bjarna hvort hann hefði orðið var við eitthvað
þessu líkt þegar hann bjó í húsinu. Bjarni kvaðst ekki hafa
orðið var við neitt allan þann tima sem hann bjó þar. Bið-
ur hann svo Hafstein að athuga þetta fyrir sig.
Hann tekur þetta fyrir 23. október 1996 og verður þá var
við fólk, skylt húsbóndanum í föðurætt og var þetta fólk
mjög vinsamlegt ijölskyldunni, en kom svona sterkt fram,
að fólk fann fyrir því.
Bað hann líknendur þá, sem vinna með honum, að út-
skýra fyrir þessu ágæta fólki hvað um sé að vera og bar
það þann árangur að enginn af heimilisfólkinu hefur orð-
ið var við neitt síðan og virðist þetta því algerlega horfið.
Heilun vegn sjóndepru
í septemberbyrjun árið 1992, var hringt til skrifstofu
Sálarrannsóknafélags Islands og beðið um að taka á móti
fyrirbæn fyrir Magnús Skaprhéðinsson, 61 árs gamlan
vistmann á Minni-Grund. Magnús var næstum blindur,
hafði aðeins smá sjón á hægra auga og hafði svo verið i 7
MORGUNN 93