Morgunn - 01.06.1998, Page 96
Miðlakynning
mánuði. Augnlæknar höfðu ekki getað hjálpað honum og
höfðu þeir gert tilraunir með 4-5 gerðir augndropa.
Þar sem Hafsteinn var ekki tekinn til starfa, var fyrir-
bænin látin á borð í heilunarherberginu, ásamt fleiri fyrir-
bænum og látin bíða þess að heilarar félagsins kæmu til
starfa að loknu sumarleyfi.
Sama dag og Hafsteinn byrjar að starfa hafði félaginu
borist ítrekun á fyrirbæn Magnúsar og þess jafnframt get-
ið að ekkert hefði skeð enn sem komið væri. Sá, sem
hringdi, fékk að vita að Hafsteinn myndi taka þetta fyrir
um kvöldið og er Magnús látinn vita af því. Hann kvaðst
ætla að undirbúa sig sérstaklega fyrir nóttina en hann fer
yfirleitt að sofa kl. 22.
Þegar Hafsteinn er búinn að taka á móti 5 sjúklingum
þetta kvöld, hvílir hann sig smástund en þar sem margar
fyrirbænir bíða og margar búnar að bíða nokkuð lengi, er
hvíldin ekki löng. Fyrirbænirnar fara þannig fram að Kol-
brún Hafsteinsdóttir, eiginkona hans og aðstoðarmaður,
les hverja fyrirbæn tvisvar, hægt og rólega og Hafsteinn
fer með hana í huganum og afhendir þannig hverja fyrir-
bæn sínum líknendum og góðu öndum, eins og hann kall-
ar þá. Þannig vildi til að nákvæmlega klukkan 22 er kom-
ið að þessari fyrirbæn og fær hún alveg sömu meðferð og
allar hinar.
Nokkrum dögum síðar er hringt til félagsins og látið
vita að gerð hafi verið aðgerð að handan á augum Magn-
úsar og að hann sjái vel, þurfi að vísu að nota gleraugu til
að lesa dagblöðin.
Lýsing Magnúsar á því sem gerðist
Honum fannst hann hálfvakna en samt vera að dreyma
að það sé kominn til hans læknir, meðal maður á hæð,
94 MORGUNN