Morgunn - 01.06.1998, Page 107
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir
tengda lífum þeirra. Oft eru sannanir, sem koma á fund-
um hjá henni því allítarlegar.
Einnig hefur vakið undrun margra hversu glögg hún er
á nöfn. Sem dæmi um það hefur hú nefnt nöfn allt upp í
fimm löngu látinna systkina án þess að skeika þar í neinu.
Um hæfileika hennar hefur fjöldi valinkunnra íslendinga
vitnað í bók, sem gefin var út um hana 1992.
Þórunn Maggý fæddist á ísafirði 19. september 1933.
Um starf sitt og líf á jörðinni segir hún:
„Þegar ég sit hér nú, lesandi minn góður, reyni ég að sjá
þig fyrir hugskotssjónum mínum. Ég á við þig erindi, rétt
eins og þú átt við mig, því annars héldir þú ekki á þessu
blaði í höndunum og læsir þessi orð mín.
Við eigum margt sameiginlegt. Bæði erum við hér á
jörðu að kljást við margvíslegar hindranir á þroskabraut-
inni og við hvert skref fram á við vonum við að færri
hindranir séu framundan en að baki. Það, sem við eigum
þó fyrst og fremst sameiginlegt, er leit að innri sannleika,
þeim sannleika sem við finnum samsvörun við í hjörtum
okkar og færir okkur nær ljósinu. Ef það, sem ég miðla til
þín að handan og af reynslu minni, getur stutt þig á leið
þinni, þá hef ég unnið stóran sigur í starfi mínu.
Mitt ætlunarverk í núverandi jarðlífi er að vera tengill á
milli heimanna, þessa heims og þess sem hýsir þá sem
látnir eru. Ég hef nú tengt mig við þann heim og mun
flytja þaðan skilaboð sem ég vona að komi þér að sem
mestu og bestu gagni.
Ef þú heldur að við séum hér á jörðinni sakir tilviljunar
einnar, þá vil ég leiðrétta þann misskilning strax. Við
erum hér í ákveðnum tilgangi, til að læra og þroskast.
Mistakist okkur sú ætlun, verðum við að fara hingað aft-
ur og ganga í gegnum sömu eða svipaðar aðstæður sem
MORGUNN 105