Morgunn - 01.06.1998, Side 111
Þórunn Maggý’ Guðmundsdóttir
einhver lærdómur, ætlaður annarri eða báðum viðkom-
andi sálum.
Við ættum að hafa í huga að oft er nauðsynlegt að leið-
ir skiljist þegar sálirnar hafa kennt hvor annarri það sem
ætlast var til í upphafi. Þær hafa þá einfaldlega lokið ætl-
unarverki sínu og ekki getur það verið til að gráta eða
syrgja. Oft verðum við að skiljast við vini okkar til þess
eins að eignast aðra sem við getum lært enn meir af og
slík ráðstöfun getur eingöngu talist jákvæð.
Það sama gildir um hjónabönd, þegar sálin hefur öðlast
þá reynslu sem henni var ætluð, þá finnur hún það innra
með sér og má ekki daufheyrast við þeirri rödd. Ef þessi
rödd segir okkur að nú sé tími til kominn að leiðir skiljist
og við eigum að halda aðra leið en maki okkar, þá er það
vegna þess að okkar bíður þroski á öðrum leiðum. Þá ber
okkur að fara, annars stöðvast þroski okkar og við víkjum
undan þeirri áskorun sem lífið býður okkur.
Algjört grundvallarskilyrði er þó að hafa ætíð í huga að
hjónum ber að reyna til hins ítrasta að bjarga hjónabandi
sínu. Allar leiðir verða að vera þrautreyndar áður en skiln-
að ber á góma. Það skyldi þó enginn ætla að hjónaskiln-
aðir, líkt og allt annað sem hendir okkur í þessu jarðlífi,
séu ekki ákveðnir fyrirfram. Með þessum orðum mínum
er ég ekki að beina því til fólks að það skilji við maka sinn
ef eitthvað bjátar á, því fyrir fáu ber ég jafnmikla virðingu
og hjónabandinu, heldur hitt að þegar kærleikurinn hverf-
ur er grundvöllurinn brostinn.
Það eina sem ég get ráðlagt fólki er að hlusta vel eftir
innri rödd sinni, hún ein veit hvað sálinni er fyrir bestu,
hún ein getur leiðbeint okkur í lífinu, því hún er tenging
okkar við eigið æðra sjálf, leiðbeindendur okkar og hjálp-
endur.
MORGUNN 109