Morgunn - 01.06.1998, Page 113
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir
„Hún er tengd henni,“ segir Þórunn Maggý.
„Átti amma þín systur? heldur hún áfram.
„Það er rétt, en málið er að ég þekki lítið sem ekkert
föðurfólk mitt því faðir minn lést þegar ég var á öðru ári.“
Veran sagði frá búsetu móður okkar þegar hún var ein
með okkur.
Ég var umlukin mikilli hlýju og kærleika þegar þessi/
þessar verur komu inn.
Ég hringdi í frænku mína, sem býr úti á landi (hún heit-
ir Margrét líka og höfum við náð saman aftur fyrir u.þ.b.
2 árum síðan, frá því að við vorum 9 ára báðar).
Hún staðfesti þetta, sagði að ömmusystir mín hefði átt
systur sem hefði verið gift lækni hér á landi og hefðu þau
eignast stúlkubarn, sem hefði látist fljótlega, í öllu falli
var það ekki skírt, en einnig höfðu þau átt stúlku sem lést
úr krabbameini 10 ára gömul. Hún var fædd 1940 en lést
1950. Ég er fædd 1945. Þessi hjón eignuðust 6 börn sem
er getið í ættartali sem ég á en ekki er getið um þessa litlu.
Ég veit ekki hvenær hún hefur komið í heiminn okkar,
ekki heldur frænka mín. E.t.v. hefur hún verið andvana
fædd.
En Margrét frænka mín staðfesti þetta eftir þennan fund
minn með Þórunni Maggý 16. janúar 1998.
Þegar ég hlusta á upptökuna frá þessunr fundi okkar, þá
er mér ljóst að e.t.v. voru báðar stúlkurnar þarna á fundin-
um, þar sem önnur var barn og fullorðnaðist aldrei á jörð-
inni (10 ára?) en hin e.t.v. andvana eða líflítil. En siðan
kemur það greinilega fram að litla veran fylgir mér sterk-
ar.
Þetta er nú aðeins pínulítið brot af því sem Þórunn
Maggý hefur sagt mér á nokkrum fundum mínum við
hana. M.a. sagði hún mér fyrir nokkru að ég myndi verða
MORGUNN 111