Morgunn - 01.06.1998, Qupperneq 118
Hverjir voru miðlarnir
Miðilshæfileikum Indriða varð ekki leynt, því að stundum
fór allt á fleygiferð umhverfis hann, svo að við lá slysum.
Enginn íslenskur miðill hefur verið honum líkur hvað
flutningafyribærin snerti. Þó brá því stundum fyrir hjá
Andrési Böðvarssyni, að högg heyrðust utan við hann í
veggjum herbergis þess, er hann var í. Einnig sá ég borð
lyftast, sem stóð við rúm hans. Eg og fleiri heyrðum
stundum raddir utan við miðilinn. Ljósafyrirbæri sá ég
aldrei hjá Andrési. En ótrúlegar breytingar urðu á útliti
hans meðan hann var í transi.
Ef Andrés hefði verið hraustur og alls ekki eins illa
kominn og hann var, er farið var að gefa honum gaum og
æfa hann sem miðil, hefði árangurinn orðið stórkostlegur.
Hann var gæddur skyggnihæfileikum í ríkum mæli og sá
atburði er gerðust í Ijarska. En þessir hæfileikar nutu sin
ekki fyrr en hann komst undir hendur þeirra, sem kunnu
með þá að fara. En það var þá of seint. Andrés var þá veik-
ur og hafði dvalist hvað eftir annað í sjúkrahúsum, bæði
norðanlands og sunnan. Skilningsleysi og andúð sam-
ferðamannanna á dulrænum málum kom í veg fyrir að
hann lifði því lífi, er hentaði honum og hans hæfileikum.
Hann var sjálfur mjög mótfallinn því að fást við tilraunir,
er lutu að dulrænum málum. Hann var alinn upp í þeirri
trú, að syndsamlegt væri að framkalla anda, og hann hafði
enga trú á að slíkt gæti tekist. Það er ekki fyrr en kona
Andrésar, Salvör Ingimundardóttir, kemur til sögunnar, að
farið er að athuga þessi „köst,“ sem sagt var að Andrés
fengi. En þau vöktu furðu fólks, sem sáu, því svo var sagt,
að er þau kæmu yfir hann væri hér um bil ógerlegt að
vekja hann fyrr en hann vaknaði sjálfur. En það gæti tek-
ið langan tíma, ef ekkert væri að gert.
Salvör segir svo frá, að er Andrés og hún voru heitbund-
116 MORGUNN