Morgunn - 01.06.1998, Page 126
Hverjir voru miðlarnir
leg, eins og hún gat stundum verið, ef illa lá á henni eða á
móti blés. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að fara svona
fljótt. Hún hefði átt ýmislegt ógert.
Næst er ég fór á fund kom hún í sambandið og lá þá vel
á henni. Sagðist hún nú ekki vilja hverfa aftur til jarðar-
innar, þótt hún ætti kost á því. Hún hefur komið í sam-
bandið í hvert sinn og hég hef farið á fundi, og rætt við
mig. Hún hefur líka sagt mér og Magnúsi Andréssyni út-
gerðarmanni um mál, sem varðaði hana og börnin hennar.
En það er einkamál og verður ekki rætt hér.
Kristín var forkur dugleg, en ör í lund og þung á bár-
unni. Hún mátt ekkert aumt sjá, og oft gaf hún af litlum
efnum, því að hún var framúrskarandi greiðug.
Meðan spíritisminn verður við lýði hér á íslandi, mun
Kristínar verða minnst. Vegna forspánna verður hún sér-
stæð og alveg óvenjuleg meðal þeirra miðla, sem við höf-
um átt og eigum í dag.
Hafsteinn
Björnsson
Fœddur 30. október 1914
Hafsteinn mun eiga einna lengst-
an starfsferil að baki sér, hér-
lendra transmiðla, nánast sagt í
kringum 34 ár [1970].
Hann var svo lánssamur að komast
snemma undir handleiðslu Einars H.
Kvaran rithöfundar. Hann æfði Haf-
124 MORGUNN