Morgunn - 01.06.1998, Side 128
Hverjir voru miðlarnir
háttum, sem miðillinn hefur aldrei séð né komið í
námunda við. Þá er og oft lýst gömlum bæjum, sem búið
var að rífa áður en miðillinn fæddist, en gamalt fólk
mundi frá æskudögum sínum.
Hafsteinn [var] áreiðanlega sterkasti skyggnilýsinga-
miðill, sem við [áttum á sínum tíma], og ef til vill sá besti,
sem við höfum nokkru sinni átt. [...]
í fljótu bragði verður ekki annað séð en að lánið hafi
leikið við Hafstein. Hann var svo heppinn að Einar H.
Kvaran tók hann að sér og bjó hann undir starfið, sem
transmiðil. Svo hittir hann Jónas Þorbergsson útvarps-
stjóra, sem hafði þá sterkan áhuga á spíritismanum og tók
Hafstein að sér. Það er gott til þess að vita, að áhugi og
starf sumra manna getur orðið mörgum til blessunar í
hinni óskiljanlegu lífskeðju.
Með skyggnilýsingafundunum var Hafsteini rudd braut
framundan. Hann þurfti ekki eins og Andrés miðill, að
berjast við efa, vantrú og hræðslu um, að hér væru ill öfl
að verki, og ef til vill væri þetta allt frá djöflinum komið.
Hafsteinn [þurfti ekki á síðari árum] að berjast við brauð-
strit né ijárhagsörðugleika, eins og Kristín Kristjánsson
varð að gera mestan hluta ævinnar. [...]
Spíritismanum hefur miðað ört fram á við nú á síðari
árum, síðan Hafsteinn tók að halda skyggnifundi úti á
landi. Af lestri bóka um erlenda miðla, bæði enskra,
danskra og amerískra, hygg ég að Hafsteinn sé einn með-
al hinna bestu og sterkustu sannana-miðla, sem [þá] voru
uppi. [...]
Því fyllri vissu, sem við fáum um æðri heim, því betur
fáum við áttað okkur á, hve líf okkar hér á jörðu er þýð-
ingarmikið í sambandi við framhaldslífið.
Þegar vissan er fengin mun mikil breyting verða á lífi
126 MORGUNN