Morgunn - 01.06.1998, Page 135
Atburðirnir í Hydesville 1848
hún taldi. Og höggin gerðu alveg það sama. Hún þorði
ekki að endurtaka atriðið. Þá sagði Cathie í barnslegri ein-
lægni sinni:
„Ó, mamma, ég veit hvað þetta er. Það er 1. apríl á
morgun og það er einhver að reyna að plata okkur.“
Þá datt mér í hug að ég gæti sett upp próf sem enginn á
staðnum gæti svarað nema ég. Ég bað „bankið“ um að
banka mismunandi aldur barnanna minna, svo rétt væri.
Alveg um hæl var aldur þeirra gefinn rétt með hæfilegum
hléum á milli til þess að aðgreina á milli þeirra, allt þar til
kom að því sjöunda, en þar kom svolítið lengra hlé, en
síðan var bætt við 3 höggum, sem gáfu til kynna aldur litla
barnsins míns, sem dó, en það var mitt yngsta.
Ég spurði:
„Er þetta mannvera sem svarar spurningum mínum
svona rétt?“
Ekkert högg heyrðist. Ég spurði aftur:
„Er það andi? Ef svo er bankaðu þá tvisvar."
Tvö högg heyrðust um leið og spurningunni lauk.“
Og svona héldu þau áfram að spyrja andann um mörg at-
riði. Þau kölluðu á nágrannana til vitnis og smám saman
komust þau að því hver þama var að verki. Með aðstoð ná-
grannanna kom í ljós að það var maður sem hafði verið
myrtur vegna peninga og grafinn í kjallara hússins. Beina-
grind hans fannst síðar við uppgröft í gólfi kjallarans.
Við þessa atburði í Hydesville, 31. mars 1848, er upp-
haf nútima spíritisma miðað um allan heim. Áþekk fyrir-
bæri voru kunn víða um heiminn áður, að sjálfsögðu, án
þess að menn virtust ná vitrænu sambandi við þau. Það
gerðist svo hjá Fox-ljölskyldunni og siðan hefur ekki ver-
ið aftur snúið.
MORGUNN 133