Morgunn - 01.06.1998, Side 138
Hugheimar
reynt á hinum hærri tilverustigum, þegar þeir eru komnir
ofan á hin lægri. Allt þetta verður til þess að sýna það enn-
þá betur, sem svo oft hefur verið tekið fram, að til þess að
menn geti reitt sig á frásagnir dulskyggnra manna um það
er þeir sjá eða reyna á hinu hærri stigum tilverunnar,
verða þeir að hafa tamið sér rækilega sérstakar dulrænar
iðkanir hjá reglulega hæfum dulfræðikennurum.
Urholdgaðir menn
Við verðum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á því
hver er hinn verulegi munur á hinum hærri (arúpa) og hin-
um lægri (rúpa) svæðum hugheima, áður en við getum
fengið verulega ljósa hugmynd um ástand hinna fram-
liðnu manna í þeim. Framliðnir menn lifa algerlega í sín-
um eigin hugmyndaheimi á lægri svæðunum og sam-
kenna sig hinum ytra manni eða persónuleikanum frá síð-
ustu jarðvist. En þegar komið er upp á hærri svæðin, er
hinn innri maður einn eftir, einstaklingsvitundin eða sjálf-
ið, sem endurfæðist hvað eftir annað. Og þegar maðurinn
er kominn upp á þessi svæði, hlýtur hann að sjá og skilja
hvernig þessari framþróunarrás er farið, er ber hann
áfram, svo framarlega sem hann hefur tekið svo miklum
vitundarþroska að hann getur gert sér verulega grein fyr-
ir nokkru uppi á þessum svæðum, er við nefnunt vitheim
einu nafni. Honum verður þar og ljóst, hvers konar fram-
þróunarstarf hann á fyrir höndum, áður en lýkur.
Þess ber einnig að gæta, að hver maður fer bæði um
hærri og lægri svæði hugheima frá því að hann deyr og
þangað til hann fæðist aftur. En auðvitað hefur allur þorri
manna svo óljósa eða ófullkomna meðvitund á hinum
hærri svæðum hugheima enn sem kornið er, að það má
svo heita að flestir lifi þar í draumkenndri leiðslu. En
136 MORGUNN