Morgunn - 01.06.1998, Page 141
Hugheimar
ást beri þá ávexti, sem menn uppskera eftir dauðann í hug-
heimum. Ástin getur verið tvenns konar: óeigingjörn ást
og eigingjörn, þótt menn vilji ef til vill segja sem svo að
hin síðar nefnda sé í raun og veru ekki ást, sem ást getur
heitið.
Sú ást er til, sem knýr elskandann til þess að leggja sig
hiklaust í sölurnar fyrir þann eða það, sem hann elskar, og
það svo, að hann gleymir alveg að taka nokkurt tillit til
sjálfs sín, en hugsar sýknt og heilagt um það, hvað hnn
geti gert fyrir það, sem hann ann, og án þess að vænta sér
nokkurs endurgjalds. Slík ást elur af sér andlegan kraft
sem getur ekki komið fyllilega í ljós nema á hinu
himneska tilverustigi.
En það er lika til önnur tilfinning, sem er stundum köll-
uð ást, ást, sem er eigingjörn í innsta eðli sínu og kveikir
eigingjarna ástríðu hjá þeim, sem bera hana í brjósti.
Hann þráir að vera elskaður og hugsar sýknt og heilagt um
það, hvað hann sjálfur kunni að bera úr býtum, en ekki um
það, hverju hann fái miðlað þeim, sem ann honum. Það er
alltaf hætt við að slík ást geti þá og þegar snúist upp í af-
brýðislöst, svo framarlega sem nokkur ástæða er til, eða
jafnvel án þess að um nokkra ástæðu sé að ræða. Slík ást
hefur ekki neitt í sér fólgið er þroskast og dafnar í hug-
heimum. Krafitur sá, er hún fær af sér alið, getur ekki
komið í ljós á hærra stigi tilverunnar en svæðum geð-
heima.
Sama er auðvitað að segja um trúartilfinningar margra
hinna svo kölluðu trúmanna, er hugsa minnst um dýrð
þess guðs er þeir tigna, en eru alveg á nálum um afdrif sál-
ar sinnar. Slík trú sýnist benda óneitanlega í þá átt að þeir
hafi í raun og veru ekki fengið þroskað neitt það hjá sér er
verðskuldar að réttu lagi að kallast sál!
MORGUNN 139