Morgunn - 01.06.1998, Page 144
Hugheimar
spor, sem stigið er í framsóknaráttina. Ég vil láta nægja að
skýra hér frá einu slíku dæmi, sem tekið er úr hinu veru-
lega lífi.
Einn af rannsóknamönnum okkar mátti heita að rækist
á það, er hann var að rannsaka þetta atriði. Manneskjan,
sem kemur aðallega við frásöguna sem ötull þjónn í þjón-
ustu hins knýjandi framsóknarafls, var bláfátæk sauma-
kona. Hún átti heima í hinum fátækasta og versta hluta fá-
tækrahverfa Lundúnaborgar, í frábærlega daunillri húsa-
þyrpingu, þar sem hörgull var bæði á ljósi og hreinu lofti.
Hún hafði 'auðvitað ekki notið mikillar menntunar af því
að hún hafði alltaf orðið að vinna baki brotnu og alltaf átt
við erfið kjör að búa. En hún var hið mesta valkvendi og
vildi öllum vel, og ævinlega ástúðleg í viðmóti við sér-
hvern, sem hún átti nokkuð saman við að sælda. Herberg-
ið hennar var ef til vill alveg eins fátæklegt og íbúðir
hinna fátæklinganna í grennd við hana, en það var samt
sýnu hreinna og þokkalegra. Hún var ekki fær um að
hlaupa íjárhagslega undir bagga með nágrönnum sínum,
þegar sóttir og sjúkdómar þjökuðu þá meira í einn tíma en
annan. En hún var þá alltaf boðin og búin til þess að vera
hjá þeim og hlynna að þeim, hvenær sem hún gat komið
því við, eða í fáum orðum sagt: hún veitti þeim alla þá
hjálp og hluttekningu í kjörum þeirra, sem henni var unnt
að veita.
Hún mátti og heita, bera algerlega umhyggju fyrir hin-
um lítt siðuðu og fávísu verksmiðjustúlkum, sem hún
hafði dagleg kynni af. Það fór og svo að þær fóru smám
saman að skoða hana sem hjálpar- og líknarengil, sem þær
gátu átt alltaf víst að eiga athvarf hjá, þegar þeim bar eitt-
hvert sérstakt böl eða bágindi að höndum. Þegar hún hafði
lokið dagsverki sínu, fór hún út til þess að hjálpa þeim af
142 MORGUNN