Morgunn - 01.06.1998, Page 146
Er
eftir
dauðann?
Framhald af bls 79
skiptir máli þó að efnislíkaminn og heilinn, sem einstakl-
ingsvitundina mótuðu, séu ekki lengur fyrir hendi. Sam-
kvæmt nútíma eðlisfræði hika menn ekki við að leita að
tilurð vitundareiginleikans í hinu frumlægasta skipulagi
öreindasviðanna. Við heyrum sálfræðinga og alls konar
fræðimenn tala um vitundarbreytingu og nýja tegund
reynslu sem stöðugt sé að koma fram hjá fleiri einstak-
lingum. Þessar frásagnir koma úr öllum áttum, frá mörg-
um löndum og heimsálfum.
Árið 1975 kom út bók á íslensku eftir Dr. Shafica Kara-
gulla, þekktan bandarískan lækni, sérfræðing í tauga- og
geðsjúkdómum. Á síðari árum sínum fékkst hún við að rann-
saka yfirskilvitlega hæfileika fólks. í bók sinni segir hún:
„Ekki er ósennilegt að við, sem lifum á 20. öldinni,
munum verða vitni að meiriháttar breytingu á vitundará-
standi mannsins á þróunarbraut hans. Stökkbreyting í
þróun mannlegrar vitundar, er birtist hjá æ fleiri einstak-
lingum, sem gæddir eru yfirskilvitlegum hæfileikum, get-
ur breytt þeirri veröld sem við nú lifum í.“
Er hér kannski vísbending um að mannkynið sé að hefja
nýjan áfanga á þróunarskeiði sínu? Mun leyndardómurinn
um dauða og framhaldslíf kannski fara að verða skiljan-
legri í Ijósi nýrrar þekkingar á lögmálum lifs í alheimi?
(Þeim sem úhuga hafa, skal bent á að Psi-ráðstefna er
haldin í Basel ár hvert. I nóvember 1998 mun viðfangs-
efni ráðstefnunnar verða andleg heilun.)
144 MORGUNN