Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Síða 16

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Síða 16
Viðtækjasmiðja Ríkisútvarpsins ÆGISGÖTU 7 - SÍMI 4995 NÝSMÍÐAR: Viðtæki, hleðslutöflur. BREYTINGAR Á VIÐTÆKJUM: Byggjum langbylgjusvið, 1000—2000 metra í viðtæki. RÍKISÚTV ARPIÐ inum. Honum fannst, að sálir þeirra hlytu að vera ruglaðar fyrst þeir störfuðu að því, er þeir höfðu hvorki orku né heim- ild til. En innst inni í djúpi sálar sinnar fylgdi hann þó gerðum þeirra með brenn- andi angist. Á fögrum stjömubjörtum nóttum miss- ir þokan valdið yfir sál hans og þá hugs- ar hann með örvæntingu um þá stund, er hann á að yfirgefa hið jarðneska og kallast fram fyrir dómara sinn. Og hann veit, að á þeirri stundu mun konan, er fór um veginn og hrópaði, standa við hlið hans frammi fyrir hásæti guðs. Og til hans mun drottinn allsherjar tala í ströng- um rómi: „Ég lét ofviðri þjóta yfir heim- inn á þeirri tíð. Hvernig fæddist sú hugs- un í hjarta þínu, að þú ættir að fela þig fyrir ofviðrinu?“ Þá mun maðurinn af- saka sig og segja: „Það var meira en mennirnir orka, það sem þú vildir að ég skyldi gera. Ég þagði af því ég vissi eng- in ráð. Það kom mér ekki við að að lægja ofviðri þitt. Ég óttaðist, að ég myndi skaða meira en gagna“. Þá mun hinn æðsti dómari segja: „Ég veit, að ég hafði ekki gefið þér nægilegt vit til þess að lægja ofviðrið. En ég hafði gefið þér næga krafta til þess að sýna samúð og vera miskunnsamur." Þá mun Friðsamur benda á konuna, er stendur við hlið hans frammi fyrir hásæti guðs: „Konan hefur talað og tal- að án afláts“, mun hann segja, „og til hvers hefur það gagnað?“ „Engan veginn hafa hróp hennar get- að hrært hjörtu jarðneskra valdhafa“ mun hann þá svara, er ræður himni og jörðu. „En faðm minn opna þau henni og veginn til dýrðar minnar“. Þá mun Friðsamur vita, að fyrir hann er engin von og í örvæntingu sinni mun hann hrópa niður frá hásæti guðs, lengra og lengra, til þeirra héraða, þar sem allt er kuldi og myrkur og tóm og steingerv- ing og lamandi þoka. 16 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.