Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Page 17

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Page 17
1.—29. f.ebrúar 1952. Útvarp úr kjallara Þjóðleikhússins SAMVINNA hefur orðið um það milli stjórnar Þjóðleikhússins og útvarpsins að efna til skemmtana í vetur í kjallara Þjóð- léikhússins. Eru þær haldnar annan hvern sunnudag. Fer þar fram upplestur og tónleikar, sem svo er útvarpað. Svo verð- ur og í febrúarmánu.ði. Dagskrá fyrri skemmtunarinnar verður sem hér segir: Egill Jónsson leikur á klarinet með að- stoð Weisehappels verk eftir Weber. Þrír ungir leikarar lesa upp úr klass- iskum skáldritum. Klemenz Jónsson: Úr Faust. Baldvin Halldórsson: Úr ritum Henriks Ibsen. Lárus Pálsson: Ævintýri eftir H. C. Andersen. Þá leikur tríó á flautu, obó og píanó, — llóbert A. Ottóson, Normann og Pud- elske, — tónverk eftir Quantz. ★ Afmæli og kvöldvökur KAUPFÉLAG Þingeyinga verður 70 árá 22. febrúar og verður þess minnst með kvölddagskiá í útvarpinu um líkt leyti. Kar'l Kristjánsson alþingismaður mun flytja aðahæðuna og rekja sögu fé- lagsins, en margir fleiri munu koma þar fram. Karlakórinn Þrymur á Ilúsavík mun syngja. Tvær kvöldvökur héraðsfélaga verða í þessum mánuði. Skagfirðingavakan verð- ur á vegum Bókasafnsstjórnar Héraðssam- bands Skagfirðinga. Jón alþm. á Reyni- stað flytur erindi, Friðrik Hansen skóla- stjóri og Sig. Sigurðsson, sýslutnaðirr, flytja kvæði, Olafur á Helluvaði fer með lausavísur og kirkjukórinn á Sauðárkróki syngur. Enn fremur mun Austfirðingafélagið efna til kvöldvöku. Ekki er enn ráðið hvernig henni verður háttað, en verði hún eins skemmtileg og í fyrra, má bú- ast við góðu. ★ Þrjú leikrit ÞRJÚ LEIKRIT munu verða flutt í febrúar. „Það er Ijótt að skrökva" eftir Gunnar R. Hansen leikstjóra, er hann hefur snúið í leik úr smásögu eftir Anatole France. Báðir eru höfundarnir að góðu kunnir hérlendis. „Blóm til ídu“ eftir Hans Hergin. Höf- undurinn er sænskur og er af yngri kyn- slóðinni. Hann hefur þó gefið út all- margar bækur og nýtur mikilla vinsælda í Svíþjóð. Skáldsögur eftir hann hafa verið þýddar í Finnlandi, Danmörku og Noregi, e. t. v. víðar. Mjög létt er yfir öllu sem liann ritar, þrátt fyrir undir- straum alvöru. „Þeim, sem mikið elskar“,' er eftir norska rithöfundinn Alexander Brinck- mann. Hann er fæddur 1888. Dr. med. 1922. Fyrsta skáldsaga hans „Dásamleg er jörðin“ kom út 1931 og síðan hver af annari. Tvö leikrit eftir hann „Hringekj- an“ 1940 og „Járnnætur“ 1946 urðu fræg um öll Norðurlönd. Hann hefur lengi verið formaður rithöfundafélagsins norska. útvarpstiðindi 17

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.