Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Page 22

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.01.1952, Page 22
Andrés Kristjánsson D A G S K R Á I N Gunnar Óskarsson ^ Ferðín tU Elfforndo Uiiqiu’ söngvnrí GUNNAR ÓSKARSSON tenór syng- ur 25. febrúar. ★ FLESTIR muna eftir Gunnari Óskars- syni söngvara frá þeirri tíð, er hann 13 ára gamall söng með Karlakór Reykja- víkur, en hann hafði þá óvenju fallega sópran rödd, kom hann þá oft fram í barnatímum útvarpsins og naut mikilla vinsælda. Var söngur hans þá tekinn á plötur og munu þær nú vera að koma á markaðinn. En lengi síðan hefur verið hljótt um Gunnar Óskarsson og héldu margir, að þetta undrabarn væri úr sögunni, eins og oft vill verða — en svo er þó ekki, sem betur fer. Gunnar missti rödd sína um skeið á meðan hann var að breytast úr dreng í vaxinn mann. En þegar „mútu“- árunum lauk skýrðist röddin á ný og varð að blæfögrum tenór. Gunnar gr systursonur Sigurðar Þórð- arsonar tónskálds og söngstjóra Karla- kórs Reykjavíkur, en faðir lians er Ósk- ar Árnason sjómaður í Reykjavík. Hefur Sigurður mjög verið frænda sínum hjálp- samur og stutt hann með ráðurn og dáð til söngnámsins, kenndi honurn fyrst hér heima og átti síðan drjúgan þátt í því, ásamt mörgum öðrurn áhugamönnum, að Gunnar komst utan til Ítalíu, en þar stundar hann nú nám hjá hinum ágæt- ustu kennurum. Gunnar hefur nú verið á Ítalíu í tvö ár, en s. 1. haust kom hann snöggvast að heimsækja konu sína og börn og aðra ættingja og vini. Þá söng hann hér opin- berlega m. a. í útvarpið. Ennfremur var söngur hans tekinn á plötur og verður út- varpað nú í febrúar. 'Gunnar er fæddur 1927. ★ EARL DERR BIGGERS, höfundur sögunnar Ferðin til Eldorado er fæddur í Ohio í Bandaríkjunum 1884, en lézt í Pasadena í Kaliforníu 1933. Hann stund- 22 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.