Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Page 5

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Page 5
Tnlnð við úthlutunarnefnd Nokkrar meinlausar samvizkuspurning- ar lagðar íyrir skömmtunarmenn lista- mannalauna. Þorst. Þorsteinsson alþm. ÚTHLUTUN listamannafjár er alltaf töluverður viðburður, og um fátt er meira rætt a. m. k. næstu dagana eftir að skýrsla úthlutunarnefndar er birt, einkum þó í hópi listamannanna sjálfra og mennta- manna og annara þeirra, sem einkum láta sig skipta þessi mál. Þegar úthlutunar- nefndin hafði lokið störfum fór ég á fund nefndarmannanna með miða, er á voru nokkrar af þeim spurningum, sem komu í huga minn, og þó kannski ekki þær, sem ég hefði helzt viljað fá svarað, þær bann- aði háttvísi blaðamannsins mér að nefna. Allir tóku nefndarmennirnir erindi mínu vel. Hér birtast nú spurningarnar og svör- in: Þorsteinn Þorsteinsson alþingismað- ur er aldursforseti nefndarinnar og formaður hennar: — Hve miklu fé var úthlutað í ár? Teljið þér að þessi upphæð sé við hæfi? — I ár var úthlutað 609 þúsund krón- um til skálda, rithöf. og annarra lista- manna, og er það 108 þúsund krónum hærri upphæð en í fyrra, held ég að það verði að teljast við hæfi. — Eins og kunnugt er hefur alþingi falið fjögurra manna nefnd að úthluta listamannalaunum. Hvað álitið þér að það telji að eigi að vera fyrsta boðorð úthlut- unarmannsins? — Það, að dæma menn eftir verkum þeirra og taka þó eitthvert tillit til allra aðstæðna. — Teljið þér ekki það fyrirkomulag varhuganlegt að úthlutunarnefnd skuli vera skipuð fulltrúum stjórnmalaflokka og að meira eða minna leyti mönnum, sem standa mitt í stjórnmálabaráttu? — Nei. Ég tel ekkert óeðlilegt við það að alþingi kjósi í þessa nefnd með hlut- fallskosningu fulltrúa frá stjórnmála- flokkunum, en auðvitað mega ekki illvíg- ar flokkadeilur eiga sér stað innan nefnd- arinnar eða hafa áhrif á störf hennar, enda hefur sú ekki orðið raunin í þau skipti, sem ég hef átt sæti í úthlutunar- nefndinni. Mér virðist að pólitíkin þar hafi verið meir í orði en á borði. Ég tel þá skoðun hins vegar mjög varhugaverða að nefnd þessa eigi endilega að skipa menn, sem eru skoðanalausir í stjórnmál- um. Hitt er auðvitað galli, að í nefndinni skuli vera fjórir menn en ekki fimm. Það er mjög óþægilegt að oddamanninn skuli vanta. Þá gerir það nefndinni mjög erfitt um vik að hún skuli vera kosin aðeins til eins árs í senn en ekki t. d. fjögurra ára. Með þessari skipun, sem nú er á höfð, getur hún engar breytingar gert að ráði, ÚTVARPSTÍÐINDI 5

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.