Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Page 8

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Page 8
dýpri, að því er veðurstofan segir, þá er mannlegt að skotra augum til sólar og vona að úr rætist betur en áhorfist. Mörg eru tákn tímanns óglæsileg og uggvæn framtíðin á marga lund. Sumir menn eru býsna hræddir við atómsprengjur úr einhverri átt og er slíkt mannlegt, en seint ætla ég, að atómskáldskapur grandi þjóðinni og hrein meinbægni að amast við slíku. — Mér er líka næst að halda, að þeir tali verst um ungu skáldin, sem minnst þekkja til þeirra. Er það út af fyrir sig býsna affararíkt, því þeir kunna að vera nokkuð margir, en hins vegar kannski vorkunnarmál, — því viðfangsefnið er ekki allskostar skemmti- legt. Mér virðist réttara að bíða þess með stillingu, að eitthvað rofi til. — Viljið þér segja nokkur orð um út- hlutunina í ár? — Mikið má það vera, ef ekki er þeg- ar búið að segja allt sem segja þarf um þessa úthlutun, og eitthvað þó nokkuð meira, ef að vanda lætur. Eg hef því ekki minnstu löngun til að leggja orð í þann belg. Mér skilst, að enginn sé ánægður með hana. Eg vil ekki fullvrða, að ég hafi nokkru sinni gert mér í hugar- lund, að hægt væri að skipta þessu fé, svo að ekki yrði að fundið. Það er að minnsta kosti ekki sennilegt. Hitt er víst, að eftir sjö ára reynslu er ég fulltrúa orð- inn um það, að slíkt mun aldrei takast. ★ Sigurður Guðmundsson ritstjóri Þjóðviljans, hefur að undanfömu ver- ið í nefndinni annaðhvert ár, en hitt árið Magnús Kjartansson ritstjóri: — Mig minnir að Kristinn Andrésson segði einu sinni eitthvað á þessa leið: 8 ÚTVARPSTÍÐINDI „Rithöfuiidmimi á að vera sjálfskipaður embættismaður þjóðarinnar.“ Hvað segir þú um þá kenningu? Og hver á að meta þjónustugildi skáldsins við þjóð sína og menningu, og hver skal umbun þess vera? — Setninguna, sem höfð er eftir Kristni Andréssyni, held ég að varhuga- vert sé að nefna I enningu, eina sér og slitna úr samhengi. — Hver meta eigi þjónustugildi skáldsins við þjóð sína og menningu og hver vera skuli umbun þess er svo mikið mál og vandasamt að svar í fáum orðum segir lítið. Það er þjóðfé- lagsmál, spurningunni verður ekki svarað svo að við eigi almennt, á öllum tímum, hvernig sem þjóðfélagshættir breytast. Ég tel hin framúrskarandi góðu kjör rithöf. í alþýðuríkjunum, benda til framtíðar- lausnar; í þjóðfélagi sósíalismans, þar sem hagsmunabarátta andstæðra stétta er ekki lengur til, er það eðlileg hugsun að rithöfundar, skáld og listamenn séu „sjálfskipaðir embættismenn þjóðarinn- ar“, virkir þátttakendur í sköpun hins samvirka þjóðfélags. Málið er miklu flóknara í löndum, sem búa við auðvalds- skipulag. Þar eru stærstu og göfugustu skáldin, rithöfunda]- og listamenn, í upp- reisn gegn arðráni, fátækt, ómennsku og rotnun hins feiga þjóðskipulags, og enda þótt þeir séu einmitt þess vegna fulltrúar hins heilbrigðasta með þjóðinni, eiga þeir venjulega valdhafana í „andskotaflokkin- um miðjum." Til jiess að sósíalistískur listamaður fái viðurkenningu frá stjórn- arvöldum í auðvaldsþjóðfélagi nú á dög- um, nægir ekki að hann hafi náð afburða árangri í listgrein sinni og njóti ástsæld- ar sinnar, lieklur þarf verkalýðshreyfing landsins að vera nógu sterk til að hindra fasistíska stjórnarliætti. Annars á hann á hættu að verða útlagi eins og Pablo Neruda eða tukthúsfangi eins og Howard

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.