Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.03.1952, Page 9
Fast eða sekur skóggangsmaður eins og
ýmis beztu skálcl nýlendnanna.
Hægt væri að skrifa heila bók um þetta
mál og því líklega jafngott að hætta hér,
áður en heftið fyllist!
— Telur þú það ekki ótækt, að blanda
saman útblutunarmálum allra listgreina
og láta sömu menn u :n fjalla og dæma?
— Jú, bezt væri að sérfróðir menn í
listum og bókmenntum fjölluðu um lista-
mannalaun, enda þótt þeir yrðu ekki ó-
skeikuljr og jafnvel lærðustu menn geti
verið haldnir pólitísku ofstæki, skrítinni
sérvizku og svörtustu fordómum.
— Hver hefur verið stefna þín í úthlut-
unarmálunum og hvernig sýnist þér horfa
nú?
— Núverandi fyrirkomulag úthlutun-
ar listamannalauna var upp tekið í and-
stöðu við sósíalistaflokkinn og hefur hann
þing eftir þing flutt frumvörp á Alþingi,
um aðra skipun þessara mála og hafa all-
ir fulltrúar flokksins í úthlutunarnefnd
reynt að sveigja úthlutunina í sömu átt.
Bæði á Alþingi og í nefndinni hafa sósí-
alistar lagt til að fylgt væri reglum, þeim
sem felast í frumvarpi um listamanna-
laun, er rætt hefur veríð og samþykkt ein-
róma af öllum deildum Bandalags ís-
lenzkra listamanna, en þær tillögur hafa
litla áheyrn fengið. Nú er það að verða
almennt sport hjá foringjum þeirra flokka
sem alla ábyrgð bera á fyrirkomulagi út-
hlutunarinnar að sanna galla hennar og
ætti að mega vænta þess að tillögur um
heilbrigðari aðferðir fari að fá meiri byr
á Alþingi en hingað til.
★
Helgi Sæmundsson, blaðamaður, er
nýr maður í útlilutunarnefnd, lengi
hafði Ingimar Jónsson skólastjóri ver-
ið fulltrúi Alþýðuflokksins:
— Ég hef valið þig til að svara um-
fangsmestu og e. t. v. erfiðustu spum-
ingunni, er ég legg fyrir ykkur fjórmenn-
ingana. Ekki er það þó vegna þess að ég
telji þér beri meiri skylda til greiðari
svara en hinum. En ég veit að við höf-
um báðir fylgst með úthlutunarmálunum
síðustu 15—20 árin af töluverðum áhuga.
Við höfum veitt því athygli hversu mis-
skipt hefur verið, hversu sumir hafa set-
ið fastir í sessi, þrátt fyrir litla afburði
á stundum, að okkar dómi, og þokast
hærra og hærra meðan aðrir, sem við
töldum jafnverðuga eða verðugri, hafa
verið settir hjá eða af þeim tekið, það
litla sem þeir 'höfðu hlotið. Auðvitað höf-
um við ekki alltaf verið sammála um
þetta í einstökum atriðum. En hvað seg-
ir þú nú um réttlætið, er þú lítur til baka
til áranna, sem við munum?
— Ég hef verið óánægður með úthlut-
unina og oft stungið niður penna til að
gagnrýna hana. Mér hefur fundizt hún
handahófsleg og undrazt það, hverjar
hafi verið forsendur úthlutunarnefnd-
anna. Hlutdrægnin hefur verið mikil og
pólitísk sjónarmið stundum mjög áber-
andi. Þó hefur þetta lagazt nokkuð síð-
ustu árin, en samt ekki nóg. Mér liefur
alltaf fundizt, að megintilgangur úthlut-
unarinnar eigi að vera sá að gefa beztu
listamönnum kost á viðunanlegum starfs-
skilyrðum og hlúa að hinum efnilegustu
úr hýpi þeirra ungu. En allt of mikið af
þessu fé hefur farið til aðila, sem lítið eða
ekkert hafa sér til ágætis, og það hefur
auðvitað bitnað á hinum.
— Við, sem málið snertir, reynum að
telja okkur trú um að úthlutunarnefndin
á hverjum tíma leggi listrænt mat á verk
rithöfundanna. Sumir okkar ætla þó að
ýnis annarleg sjónarmið ráði nokkru um,
persónulegur áróður og jafnvel stjórn-
ÚTVARPSTÍÐINDI 9